fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Neytendur

Kaffibollinn hækkað um rúmlega 20%

Vinsælir drykkir hækkað langt umfram verðlag hjá risunum tveimur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. maí 2016 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffiunnendur hafa ekki farið varhluta af því að verð á kaffihúsum hefur hækkað töluvert á undanförnum misserum. Athugun DV leiðir í ljós að verðið á tveimur vinsælum kaffidrykkjum hjá kaffirisunum tveimur á Íslandi, Kaffitári og Tei og kaffi, hefur hækkað um allt að 26 prósent á aðeins tveimur árum. Hækkanirnar eru í öllum tilfellum langt umfram verðlagsbreytingar á tímabilinu.

Mikil hækkun milli kannana

DV gerði ítarlega verðkönnun á fjölmörgum kaffihúsum í Reykjavík í lok maí árið 2014 þar sem verð á vinsælum drykkjum var skoðað. Meðal annars verð á latte og cappuccino hjá Kaffitári og Tei og kaffi. DV endurtók verðkönnunina í febrúar 2015 þar sem í ljós kom 10–15 prósenta verðhækkun á drykkjunum tveimur hjá þessum tveimur umsvifamestu kaffifyrirtækjum landsins. Nú rúmu ári síðar hafa kaffibollarnir enn hækkað í verði frá síðustu athugun DV.

Ríflega 20% hækkun

Í maí 2014 kostaði bolli af latte 495 krónur hjá Tei og kaffi en kostar í dag 595 krónur. Þetta er hækkun um 20 prósent, eða 100 krónur. Bolli af cappuccino kostaði á sama tíma 475 krónur en 585 krónur í dag og hefur því hækkað um 23 prósent, eða 110 krónur.

Fyrir tveimur árum kostaði bolli af latte 500 krónur hjá Kaffitári en 630 krónur í dag, það gerir hækkun upp á 26 prósent eða 130 krónur. Cappuccino kostaði 470 krónur en er nú á 580 krónur og hefur því hækkað um 23 prósent, eða 110 krónur.

Þetta segja þau um hækkanir

Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa gefið þær skýringar á hækkunum milli áranna 2014 og 2015 að þær megi rekja til hærri rekstrarkostnaðar, launakostnaðar, hráefniskostnaðar sem og breytinga sem urðu á virðisaukaskattþrepunum í ársbyrjun 2015. Allt hafi þetta leitt til þess að fyrirtækin neyddust til að hækka verð til neytenda.
DV leitaði skýringa hjá fyrirtækjunum á hækkunum sem orðið hafa síðan þá.

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa hjá Tei og kaffi, segir að verðhækkanir í vor hafi komið til vegna launahækkana í ársbyrjun, auk þess sem verð á aðföngum frá öðrum fyrirtækjum hafi hækkað vegna kjarasamninganna. Hann bendir einnig á að skömmu eftir könnun DV í maí 2014 hafi hækkun verið í pípunum sem og varð, í júní 2014. Hækkun sem beðið hafði verið með í tvö ár.

„Einnig má taka fram að við drógum hækkun okkar vegna virðisaukaskatthækkana úr 7% í 11% á nokkrum drykkjum til baka í byrjun árs 2015.“

Sólrún Björk Guðmundsdóttir, markaðs- og rekstrarstjóri Kaffitárs, segir að verð á umræddum kaffidrykkjum hafi hækkað um fimm prósent í apríl síðastliðnum, frá því sem var í maí 2015. Þá hafi launakostnaður kaffihúsa aukist verulega frá því í janúar í fyrra auk þess sem hækkun á leigu og aðföngum sé aðalástæðan fyrir hækkun á kaffidrykkjum í apríl síðastliðnum.


Te og kaffi Verð í maí 2014 Febrúar 2015 Verð í dag Hækkun frá 2014 %
Latte 495 kr. 555 kr. 595 kr. 20%
Cappuccino 475 kr. 545 kr. 585 kr. 23%
Kaffitár Verð í maí 2014 Febrúar 2015 Verð í dag Hækkun frá 2014 %
Latte 500 kr. 550 kr. 630 kr. 26%
Cappuccino 470 kr. 520 kr. 580 kr. 23%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“