fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Neytendur

Plastpoki kostar nú 55 krónur í 10-11

93 prósent dýrari en í flestum öðrum verslunum – Þykkt, litur og magninnkaup hafa áhrif segir forstjórinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á hefðbundnum burðarpokum úr plasti er um 93% hærra í verslunum 10–11 en gengur og gerist að jafnaði í öðrum matvöruverslunum. Einn burðarpoki kostar nú 55 krónur í verslunum 10–11. Á sama tíma er algengt verð á plastpokum 20 krónur í öðrum verslunum, líka þeim sem eiga aðild að Pokasjóði þar sem 7 krónur af hverjum seldum poka renna til sjóðsins sem nýttur er til styrktar góðum málefnum. 10–11 er ekki aðili að sjóðnum og rennur því hagnaður af sölu pokanna óskipt til verslunarinnar. Poki er þó ekki það sama og poki, segir forstjóri 10–11.

Viðskiptavinum sem keypt hafa burðarpoka hjá 10–11 hefur mörgum brugðið þegar þeir sjá verðið, hafi þeir þegið kassakvittun. Fæstir gefa því gaum hvað plastpokar kosta nú til dags þar sem þeir kosta jafnan svipað í flestum verslunum. Þó að flestir séu meðvitaðir um að verð í klukkubúðunum svokölluðu sé oftar en ekki hærra en gengur og gerist í lágvöruverðsverslunum, þá virðist sú álagning líka ná til plastpokanna. Ýmsir þættir geta haft áhrif á verðið, segir Árni P. Jónsson, forstjóri 10–11, þegar DV leitaði skýringa á verðinu sem Árni segir að hafi hækkað í ársbyrjun um 6 krónur.

Meiri gæði?

„Mér er auðvitað ekki kunnugt um það hver álagningin er hjá öðrum. En pokar eru ekki bara pokar – þar skipta nokkrir þættir máli í því hvað pokinn kostar s.s. þykktin á honum, hvort hann sé heillitaður og svo framvegis.“

Til samanburðar þá segir formaður Pokasjóðs í samtali við DV að algengasta verðið á plastpokum verslana, sem eiga aðild að sjóðnum, um 20 krónur. Verslanir Haga, Samkaupa, ÁTVR, ýmis kaupfélög og minni verslanir eru aðilar að Pokasjóði líkt og um 65 prósent af dagvörumarkaðinum á Íslandi. Af hverjum seldum poka þeirra verslana renna 7 krónur í Pokasjóð. Með tilliti til innkaupaverðs, virðisaukaskatts upp á 4–5 krónur og rýrnun er ljóst að álagning verslana er að jafnaði ekki himinhá.

Burðarpokinn kostar 55 krónur stykkið í verslunum 10-11. Verðið var hækkað í ársbyrjun.
(P)okur? Burðarpokinn kostar 55 krónur stykkið í verslunum 10-11. Verðið var hækkað í ársbyrjun.

En það sem safnast síðan í Pokasjóð er notað til góðra málefna, tækjakaupa á Landspítala m.a., og svo má nefna að í desember í fyrra afhenti stjórn sjóðsins Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 20 milljónir króna til að deila út til nauðstaddra fyrir jólin. Svo dæmi sé tekið. En markmið Pokasjóðs er þó að draga úr plastpokanotkun að sögn Bjarna Finnssonar, formanns sjóðsins, og því í raun innan ákveðins fjölda ára að leggja sjálfan sig niður.

Minna magn hærra verð

Verslanir 10–11, líkt og fjölmargar aðrar verslanir, eru ekki aðilar að þessum sjóði enda enginn skylda. Plastpokar eru enda eingöngu vara eins og hver önnur sem verslanir selja. Hagnaður af álagningu rennur þá til verslana eða í önnur verkefni að þeirra vali. Bjarni bendir á að einn möguleiki fyrir verslanir sem vilja að dregið verði úr notkun plastpoka sé einmitt hugsanlega með neyslustýringu á borð við að hækka verðið hraustlega. Á endanum hætti fólk þá hugsanlega að kaupa plastpoka og færi sig yfir í umhverfisvænni fjölnota möguleika.

Ekkert kom fram í svari forstjóri 10–11 við fyrirspurn DV um slík markmið verslunarinnar. Árni bendir hins vegar á að annað sem skipti máli líka, þegar litið sé til verðlagningar á plastpokum, sé magnið sem keypt sé inn. Stærri innkaup þýði hagstæðara verð.

„Þar erum við mun minni en stóru aðilarnir hér á matvörumarkaðnum.“

Bendir hann á að lítill burðarpoki, minni en þeir sem fást í 10–11, hjá 7/11 í Kaupmannahöfn kosti 4 danskar krónur, eða tæpar 70 krónur íslenskar.

Það er því eitthvað fyrir neytendur að hafa í huga næst þegar þeir greiða fyrir plastpoka; að pokarnir í 10–11 eru um 35 krónum dýrari þar en gengur og gerist að jafnaði. Ljóst er þó að erlendir ferðamenn, sem ætla má að séu stór hluti viðskiptavina verslana 10–11 að jafnaði, geri sér ekki grein fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“