fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

Blaðamaður Morgunblaðsins óánægður með Ófærð : „Handritshöfundar með allt niður um sig“

Benedikt Bóas Hinriksson segir að þættirnir séu óraunverulegir

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Morgunblaðinu, þykir lítið koma til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð ef marka má viðhorfspistil sem birtur er í blaðinu í dag. Segir Benedikt að handritshöfundar hafi verið með allt niðrum sig og leikararnir staðið sig eftir bestu getu að halda „illa skrifuðum“ þáttum á lofti.

„Þetta er allt of mikið Hollywood, eitthvað svo fjarri raunveruleikanum. Skandinavísku sjónvarpsseríurnar hafa einmitt náð vinsældum fyrir að vera svolítið í takti við raunveruleikanna. En það er eins og Ófærð sé skrifuð fyrir bandarískt sjónvarp. Handritshöfundar hafa verið með allt niður um sig frá upphafi,“ segir Benedikt sem telur upp nokkur atriði sem honum finnst óraunveruleg. Þeim sem ekki hafa séð þættina en ætla að gera það er ráðlagt að lesa ekki lengra.

„Í veruleikanum þarf skip í íslenskri hafnsögu ekki neinn dómsúrskurð til að vera kyrrsett. Lögreglumaðurinn hefði aldrei tapað slagnum við hinn grunaða eins og hann var myndaður, lík hefði aldrei verið látið vera óvaktað í frystigeymslu, tæknideildin hefði alltaf komist á staðinn og það er eins og fjölmiðlar séu ekki til í huga handritshöfunda. Það er alltaf gaman að horfa á íslenskt efni en Ófærð lyktar af áhugamennsku,“ segir Benedikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“