fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Jólatónleikar Mótettukórsins: Jólin koma ekki án þeirra

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju eru að margra mati ómissandi hluti af jólunum. „Á hverju ári fyllum við kirkjuna af óviðjafnanlegri birtu, yl og fallegum jólasöngvum. Það er stór hópur fólks sem kemur á jólatónleikana okkar ár hvert og segist vart geta haldið jólin almennilega án þess að hafa hlýtt á jólatónleika Mótettukórsins,“ segir Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins.

 

Kórinn í fantagóðu formi

Kórinn byrjaði vetrarstarfið með pomp og prakt og skellti sér til útlanda í kórakeppni. „Því er kórinn sérstaklega öflugur núna og í góðu formi. Kórinn samanstendur af frábæru söngfólki og eigum við fína einsöngvara í röðum okkar sem fá að spreyta sig á tónleikunum í ár. Að sama skapi er Hallgrímskirkja að margra mati ein fallegasta kirkja Íslands og má með sanni segja að hljómurinn sé guðdómlegur. Mótettukórinn býr yfir fallegum og viðkvæmum hljóm sem passar fullkomlega við hljóm kirkjunnar,“ segir Hörður. Því má búast við að tónleikarnir í ár verði einstaklega fallegir. „Við leggjum upp með að vera með notalega og fallega stemningu sem fylgir hlustandanum út í gegnum aðventuna alveg fram að jólum, og lengra jafnvel,“ segir Hörður.

Hér sést Hörður í essinu sínu og Mótettukórinn í bakgrunni.


Hlóðlát hrifning

Mótettukórinn einsetur sér að halda fjölda tónleika ár hvert með fjölbreyttu lagavali og jólatónleikarnir eru engin undantekning. „Yfir öllum lögunum liggur einhver óútskýranleg dulúð. Tónlistin er frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar, allt frá latínusálmum endurreisnartímans til innlendrar og erlendrar samtímatónlistar. Þess má geta að nýtt verk, Magnificat, eftir Sigurð Sævarsson verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi. Söngvarnir eiga það sameiginlegt að þeir svipast inn á við og nálgast jólaundrið af kyrrlátri hrifningu,“ segir Hörður.

 

Nýr jólasöngur með fiðlu

Með kórnum spila Björn Steinar Sólbergsson organisti og fiðluleikarinn Auður Hafsteinsdóttir, en þess má geta að fluttur verður nýlegur jólasöngur sem var skrifaður fyrir fiðlu og kór, Serenity eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo. „Þessi blanda er afar óvenjuleg en kemur alveg dásamlega vel út,“ segir Hörður. Að auki spilar Auður tvö einleiksverk með Birni.

 

Tvennir tónleikar

Jólatónleikarnir verða tvennir, annars vegar 2. desember, sem er fyrsti í aðventu, og svo 4. desember. „Á undanförnum árum hefur verið fullt hús á þessum tvennum tónleikum og við þurft að hafa aukatónleika. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að næla sér í miða að gera það sem fyrst,“ segir Hörður.

 

Nálgast má miða á tónleikana á midi.is og í miðasölu Hallgrímskirkju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum