fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Eldofninn: Fullkomlega eldbakaðar flatbökur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 26. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elofninn er með 12–13″ pítsur sem bakaðar eru í eldofni og er eingöngu notaður eldiviður við baksturinn. Eldiviðurinn gefur þennan ekta ítalska eldofnskeim sem fólk sækist eftir þegar það fær sér eldbakaða pítsu. Botninn er stökkur, áleggið er eldbakað og gómsætt og osturinn teygist eins og enginn sé morgundagurinn. Maður fær vatn í munninn við tilhugsunina og eina lækningin við því er einfaldlega að verða sér úti um eina ljúffenga pítsu frá Eldofninum.

Eldofninn
Mjúkur rjómaostur, kjötmikið pepperóní og dýrðleg tómatsósa!

Sjálfvirk alúð tryggir að hver pítsa er einstök

Árið 2008, ári áður en Eldofninn var opnaður, fóru hjónin Ellert Austmann Ingimundarson og Eva Karlsdóttir til Ítalíu í leit að hentugum ofni. Þau komu heim með eldofn með snúningsplötu, sem tryggir í senn frábæran bakstur, ósvikið viðarofnsbragð og hraða þjónustu. „Eftir að við setjum pítsuna inn í ofninn snýst pítsan og bakast jafnt og þétt á tæpum tveimur mínútum,“ segir Evert Austmann Ellertsson, bakari hjá Eldofninum í Grímsbæ. Snúningsplatan í ofninum skapar næstum sjálfvirka alúð við baksturinn, hægt er að afgreiða pítsurnar mjög hratt en þær eru þó afar jafnt og vel bakaðar. „Við getum sett inn sjö til átta pítsur í einu en þegar jafn mikið er að gera eins og er núorðið þá þarf að vera með mann á ofninum til að fylgjast með.“

Eldofninn
Einstakur eldofn sem tryggir jafnan bakstur á hverri pítsu.

Allt eldað frá grunni

„Við búum til allt frá grunni, sósurnar okkar eru án aðfenginna aukaefna og í hana eru notaðir sætir og safaríkir plómutómatar. Það sama má segja um hvítlauksolíuna og eldofnsolíuna okkar sem er sterk chili-olía. Rauðlaukinn skerum við niður hérna og kryddið sem fer í sósuna mallar í potti,“ segir Evert.

Eldofninn
Beikon klikkar ekki!

En hvaða pítsur eru vinsælastar?

„Vinsælustu pítsurnar eru yfirleitt þær sem eru kenndar við okkur bakarana og við höfum sett saman eftir okkar smekk, enda erum við allir miklir sælkerar. Sigga Spes-pítsan er til dæmis búin að vera vinsælasta pítsan hér í 6–7 ár en á henni eru sveppir, skorið pepperóní, ananas, svartar ólífur, jalapeno, hvítlaukur, rjómaostur og óreganó. Þessi pítsa slær í gegn hjá öllum og er sívinsæl. Óli Spes er svo líklega vinsælasta grænmetispítsan. Veganostur er líka nokkuð sem grænkerar vilja á pítsuna sína og að sjálfsögðu bjóðum við upp á veganost,“ segir Evert.

Eldofninn
Ferskur mozzarella og fersk basilíka.

Opin ítölsk stemning í matsalnum

Veitingasalurinn á Eldofninum er bæði huggulegur og skemmtilegur. Allt er galopið svo viðskiptavinir skemmta sér við að horfa á bakarana þeyta pítsum upp í loftið. „Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu, til dæmis að sjá pítsurnar snúast í ofninum,“ segir Evert og honum líkar það vel að matargestir sjái fjölskylduna að störfum.

Eldofninn

Tíu prósenta afsláttur er veittur af mat sem er sóttur og einnig eru alltaf í gangi hádegistilboð virka daga frá 11.30 til 14.00 og þá er staðurinn yfirleitt þéttsetinn.

Matseðil og upplýsingar um tilboð má finna á heimasíðunni, eldofninn.is

Eldofninn

Opnunartími Eldofnsins:

Þri.–fim. frá 11.30–21.00

Fös. frá 11.30–22.00

Lau. frá kl. 17.00–22.00

Sun. frá kl. 17.00–21.00

Á mánudögum er lokað – þá hleður Eldofnsfjölskyldan rafhlöðurnar fyrir hina sex daga vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum