fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Garðaþjónusta Gylfa: Blómadýrð og eðalhunang í hjarta Fljótshlíðarinnar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðaþjónusta Gylfa, að Kirkjulækjarkoti 4 í Fljótshlíð, skammt austan við Hvolsvöll, er garðyrkjustöð þar sem jöfnum höndum er unnið við garðaþjónustu, ræktun trjáa runna og blóma ásamt hunangsframleiðslu. Ræktunin fer fram í litlum gróðurhúsum á staðnum en viðskiptavinir kaupa flestir beint frá býli. „Ég hef þó líka verið að þjónusta sveitarfélög og fyrirtæki í héraðinu, til dæmis varðandi blómaker, blómabeð og svo blómaboga sem eru notaðir við brúðkaup hjá Hótel Rangá,“ segir Gylfi Markússon en hann á fyrirtækið með eiginkonu sinni, Christinu M. Bengtsson.

Hunangið frá Garðaþjónustu Gylfa er rómað. „Þetta er eðalhunang úr Fljótshlíðinni, er mér óhætt að segja,“ segir Gylfi og bætir við að það sem geri ferskt hunang svo spennandi sé að það sé aldrei eins á bragðið frá ári til árs. Það veitir alltaf nýja upplifun. Hunangið er að mestu keypt beint frá Gylfa en einnig er það selt í versluninni Unu á Hvolsvelli.

Gylfi segi að samskiptin við kaupendur gefi starfinu mikið gildi. „Hér í Fljótshlíðinni er mikil nánd við viðskiptavinina sem koma orðið frá öllu Suðurlandi og þjónustan er persónuleg. Velgengni í þessu byggist á því að þekkja kúnnana sína.“

Garðaþjónusta Gylfa er lítið fyrirtæki og starfar Gylfi að mestu einn í þessu en fær góða hjálp þegar mikið liggur við. „Já, starfsmenn eru svona einn til tveir. Það er vissulega mikið að gera og maður er eins og útspýtt hundskinn hér allan sólarhringinn,“ segir Gylfi og hlær, en segir að það sé vel þess virði enda dýrðlegt að starfa í Fljótshlíðinni og rækta fyrsta flokks blóm og hunang.

Sjá nánar á Facebook-síðunni Garðaþjónusta Gylfa. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa trjáplöntur eða blóm, eða þá hunang beint af þeim hjónum eða sjá starfsemina geta haft samband í síma 692-5671.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum