fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Westfjords Adventures: Gönguævintýri og sjóstangaveiði í náttúrufegurð Vestfjarða

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. júlí 2018 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestfirðirnir hafa til að bera fjölbreytta og heillandi náttúrufegurð sem laðar að bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Ferðaþjónustufyrirtækið Westfjords Adventures var stofnað árið 2012 og er staðsett að Þórsgötu 8a á Patreksfirði. Erlendir ferðamenn, sem dreymir um að upplifa ævintýri í ægifagurri og hrikalegri náttúru Íslands, sækja mjög í ferðir hjá fyrirtækinu en ferðirnar henta líka afar vel íslenskum ferðamönnum sem vilja kynnast landinu sínu.

„Íslenskir ferðamenn sækja helst í gönguferðirnar hjá okkur. Við erum með heildarþjónustu fyrir gönguhópa, bæði leiðsögn og ráðgjöf um samsetningu gönguleiða. Gönguhópar fá ráðgjöf hjá okkur um heppilegar gönguleiðir með tilliti til lengdar og erfiðleikastigs. Oftast eru þetta tveir til fjórir göngudagar og við sjáum meðal annars um rútuferðir til að ferja fólk á milli staða, gistingu og mat fyrir hópinn,“ segir Gunnþórunn Bender hjá Westfjords Adventures og nefnir vinsælustu gönguleiðirnar:

„Það er afskaplega vinsælt að ganga um brúnir Látrabjargs. Þetta er þægileg ganga og margt að sjá og bjargið er í senn ægifagurt og ógnvænlegt. Einnig er vinsælt að fara frá Rauðasandi til Barðastrandar og um víkurnar.“

Sjóstangaveiðin vinsæl

Gunnþórunn segir að sjóstangaveiðiferðir séu líka afar vinsælar meðal íslenskra ferðamanna. „Við erum einnig með ferð sem við köllum „Fish and dine“ en þá er farið á sjóstöng og síðan er aflinn eldaður á veitingahúsi,“ segir Gunnþórunn.

Hún segir að þessar hópferðir séu langvinsælastar hjá Íslendingum en útlendingar séu meira fyrir einkaferðir á Látrabjarg, fuglaskoðunarferðir og ljósmyndaferðir.

Frábær leið til að hrista hópinn saman

Westfjords Adventures sérhæfir sig einnig í hvata- og fyrirtækjaferðum og setur þá upp dagskrá þar sem fólk getur valið um afþreyingu, svo sem gönguferðir, hjólaferðir, jeppaferðir, bátaferðir, snjósleðaferðir og fleira. „Við nýtum okkur einnig heitu laugarnar sem hér er að finna allt í kring. Þetta er frábær leið til að hrista saman hópa og gera eitthvað skemmtilegt í nýju umhverfi. Síðan toppum við daginn með ljúffengum mat og góðri gistingu. Við sérsníðum ferðir fyrir hvern og einn hóp svo upplifunin verði sem mest,“ segir Gunnþórunn.

Westfjords Adventures er einnig með hjólaleigu og bílaleigu, rekur upplýsingamiðstöð yfir sumartímann og heldur úti áætlunarferðum milli Patreksfjarðar, Brjánslækjar og Ísafjarðar í tengslum við ferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörðinn.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni wa.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og bóka ferðir í síma 456-5006. Enn fremur er heppilegt að senda fyrirspurnir á netfangið info@wa.is og er þeim svarað hratt og greiðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum