fbpx
Lífsstíll

Rafgeymasalan: Þekkt fyrir góða þjónustu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 08:00

Rafgeymar og rafhlöður hafa lengi verið útbreidd og nauðsynleg tæki í nútímasamfélagi en notkun þeirra fer sífellt vaxandi með sífellt aukinni rafvæðingu. En fólk þarf ekki bara á góðum rafgeymum og rafhlöðum að halda heldur líka ráðgjöf og þjónustu því fæstir hafa mikla þekkingu á rafbúnaði. Rafgeymasalan er einn helsti söluaðili rafgeyma á Íslandi en fyrirtækið er þekkt fyrir góða þjónustu á þessu sviði:

„Langmikilvægasti þátturinn í okkar starfsemi er þjónustan. Það er afar mikilvægt að mæla geyma og kanna hvort ekki sé í lagi með þá. Ef fólk er í vafa um hvort rafgeymirinn sé í lagi þá mælum við hann fyrir það,“ segir Sigfús Tómasson hjá Rafgeymasölunni.

Fyrirtækið veitir einnig víðtækari þjónustu en sífellt vaxandi þáttur í starfseminni er varaaflsþjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Iðntölvur sem stýra stórum kerfum þurfa að hafa varaafl. Við förum líka út á örkina og mælum geyma fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Sigfús.

Langstærsti viðskiptavinahópur Rafgeymasölunnar er þó almenningur, til dæmis bíleigendur sem fá hina rómuðu Varta-rafgeyma í bílana sína. Annað þekkt merki í rafgeymum sem Rafgeymasalan býður upp á eru Trojan-rafgeymar fyrir vinnulyftur og önnur vinnutæki.

„Við flytjum líka töluvert inn af sérsmíðuðum rafgeymum fyrir fornbíla og svo erum við mjög stórir í rafgeymum fyrir mótorhjól,“ segir Sigfús.

En rafgeymar koma miklu víðar við sögu enda fer rafmagnsnotkun sífellt vaxandi. Rafgeymasalan er með rafgeyma fyrir öryggiskerfi, tölvu-varaafl og hjólastóla, sem og golfkerrur og golfbíla. Áðurnefndir Trojan-rafgeymar eru notaðir í golfbíla. Einnig sér fyrirtækið eigendum hjólhýsa og fellihýsa fyrir sólarrafhlöðum og rafgeymum.

Rafgeymasalan er til húsa að Dalshrauni 17 í Hafnarfirði. Opið er virka daga frá kl. 8 til 18. Símanúmer er 565 4060.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð

Skorrahestar: Gisting og hestaferðir í rómantískri sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki

Mi Iceland: Þreföld gæði miðað við sambærileg tæki í sama verðflokki
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina

Lítil í upphafi: Hin frábæru Bergstein-stígvél og haustmarkaður um helgina
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita