fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Sæludagar verða sífellt vinsælli: Ein stærsta vímuefnalausa hátíð landsins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. júní 2018 20:00

Það er alltaf líf og fjör á kvöldvökunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ein stærsta vímuefnalausa hátíðin á landinu um verslunarmannahelgina og er orðin gríðarlega vinsæl,“ segir einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1992 og stækkar með hverju árinu. Við bjóðum upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds, bæði fasta liði og nýja. Og við erum með sérstaka dagskrá fyrir unglingana öll kvöldin.“

Boðið er upp á fjölda viðburða og skemmtiatriða og ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Fjölbreytt dagskrá – eitthvað við allra hæfi

Einn af hápunktum hátíðarinnar eru tónleikar með stórstjörnunum Regínu Ósk og Friðrik Ómar sem verða á laugardagskvöldinu.

Á sunnudag er Hæfileikasýning barnanna, sem öll börn geta tekið þátt í og þarna hafa margir stigið sín fyrstu skref á sviði. Á sunnudag fara Sæludagaleikarnir líka fram, þar er keppt í ýmsum greinum eins og sterkasta Vatnaskógavíkingnum og frjálsum íþróttagreinum og einnig er boðið upp á Wipeout-braut, þar sem leysa þarf alls konar þrautir til að komast í gegnum brautina. Og á sunnudagskvöld er brekkusöngur og varðeldur, sem hefur fest sig í sessi á hátíðinni, og hafa ýmsir einstaklingar í hópi gesta séð um að skemmta.

 

Fræðslustundir verða á dagskrá og fjallar ein þeirra um stofnanda KFUM og KFUK, Sr. Friðrik Friðriksson, í tilefni af 150 ára afmæli hans. Kvikmynd um Sr. Friðrik verður sýnd.

„Það er hoppukastalaþorp fyrir börnin og bátar til útláns án endurgjalds. Fastir liðir eins og Vatnafjör eru á sínum stað. Tuðrudráttur um Eyrarvatn, koddaslagur, kvöldvökur og margt fleira.“

Vatnafjör á Sæludögum.

Ógleymanlegt fjölskylduævintýri

 

Leikrit Villiandarinnar vinsælu verða á sínum stað líkt og fyrri ár á kvöldvökum. Óhætt er að segja að þau slái alltaf í gegn og kitli hláturstaugar.

Sæludagar hafa verið órjúfanlegur hluti margra fjölskyldna sem hafa gert sér ferð í Vatnaskóg ár eftir ár. Sífellt bætast fleiri fjölskyldur í hópinn og margir hafa á orði að þarna hafi þeir loks fundið hið fullkomna fjölskyldufrí yfir verslunarmannahelgina. Sæludagar eru vímuefnalaus og fjölskylduvæn hátíð þar sem allir eru velkomnir.
Allar upplýsingar um Sæludaga í Vatnaskógi má finna á eftirfarandi vefsvæðum; Facebook-síðunni https://www.facebook.com/saeludagar/ og vefsíðunni http://vatnaskogur.is/saeludagar/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum