Lífsstíll

HENGILL ULTRA TRAIL: Ein flottasta utanvegabraut landsins

Kynning
Kynningardeild DV
Mánudaginn 25. júní 2018 18:15

Utanvega maraþonhlaupið Hengill Ultra verður haldið í sjöunda sinn laugardaginn 8. september 2018. Í Hengill Ultra Trail er boðið upp á sex vegalengdir: 5 km 10 km, 25 km 50 km og 100 km sem og 4 sinnum 25 km boðhlaup. Lengsta vegalengdin, 100 km, er lengsta utanvegahlaup á Íslandi en í fyrra var í fyrsta sinn keppt í þeirri vegalengd. Það voru þau Elísabet Margeirsdóttir og  Birgir Sævarsson sem sigruðu þá í þeirri vegalengd og eru því konungur og drottning Hengilsins í ár. Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.

Skráning í Hengill Ultra Trail er nú þegar hafin fyrir keppnina í haust og hefur nokkur fjöldi skráð sig til leiks. Þar á meðal Arnar Pét­urs­son sem er nífaldur Íslandsmeistari í víðavangshlaupum í ár og eft­ir því sem næst verður kom­ist hef­ur eng­inn frjálsíþróttamaður verið ríkj­andi Íslands­meist­ari í fleiri grein­um á sama tíma. Það er gaman að sjá afreksmenn eins og hann nú þegar skráða til leiks.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina, veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 25 km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. Vegleg drykkjarstöð verður á Ölkelduhálsi. Keppendur í 50 km hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð, þar sem er salerni og vel útbúin drykkjarstöð, og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 100 km hlaupa svo þá leið tvisvar. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi. Sjáðu nánar um hlaupin hér.

Gjafapoki með óvæntum glaðningum frá samstarfsaðilum er innifalinn í skráningu fyrir alla þá sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 2. september. Eftir það verður ekki hægt að skrá sig til leiks nema í 5 k m og 10 km. Allir þeir sem hlaupa 50 km og 100 km fá sérstaka „finisher“ jakka og peysur merktar þessum merkilega áfanga.

Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara.

RÁSTÍMAR: 

Tímasetningar á ræsingum eru:
• 100 km – ræsing 00:01 (eina mínútu eftir miðnætti aðfaranótt keppnisdags)
• 100 km / 4×25 km – ræsing 08:00
• 50 km – ræsing 09:00
• 25 km – ræsing 13:00
• 10 km – ræsing 14:00
• 5 km – ræsing 14:00

Eftir keppni er öllum keppendum boðið á sveittan borgara með blóði, svita og tárum á „The Finish Line Burger Joint“ sem er besta POP-UP borgarabúllan á landinu. Öllum keppendum er boðið í sund og „tjill“ í Lystigarðinum í Hveragerði. Verðlaunaafhending og grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl 17:00. Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar hlaupa með tímatökuflögur. Enn fremur er dregið úr glæsilegum brautarvinningum í verðlaunaafhendingunni. Þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afrekshlaupi.

Í framhaldi af verðlaunaafhendingunni hefst svo TGIDNRT partýið eða „Thank God I Did Not Run Today“ þar sem við við fögnum sjálfboðaliðum dagsins og styrktaraðilum með veglegu partýi þar sem þeir borða og drekka frítt. Boðið verður upp á skemmtiatriði og partýið er opið öllum og veitingar á vægu verði fyrir aðra en sjálfboðaliða og fulltrúa styrktaraðila.

UTMB PUNKTAR

Þátttaka í 25, 4X25, 50 og 100 kílómetra vegalengdunum í Hengill Ultra tryggir keppendum þátttöku-punkta í hinum heimsfrægu Mont Blanc hlaupum. Fjöldi hlaupara kemur að erlendis frá til að taka þátt í Hengill Ultra því slík punktagjöf býðst ekki hvar sem er í heiminum. Hengill Ultra, Mount Esja Ultra og Laugavegshlaup ÍBR eru einu hlaupin á Íslandi sem státa af því samstarfi við þetta rómaða stórmót utanvega hlaupara

• Þátttaka í 25 km hlaupinu tryggir keppendum 1 UTMB punkt
• Þátttaka í 4×25 km boðhlaupinu tryggir hverjum hlaupara 1 UTMB punkt
• Þátttaka í 50 km hlaupinu tryggir keppendum 3 UTMB punkta
• Þátttaka í 100 km hlaupinu tryggir keppendum 5 UTMB punkta

 

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf

Kynning: Hótel Laki – Öðruvísi gjafabréf
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  

Siðferði og umhverfisvernd í fyrirrúmi  
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum

Icephone: Góð kaup og umhverfisvæn símalausn í uppgerðum símum
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Gæðasprautun – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum