fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

5 heilsusamlegar leiðir til að lifa af veturinn

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt dagatalinu eru bara nokkrar vikur eftir af vetrinum, sem betur fer. Þótt það sé kaldur, dimmur vetur með tilheyrandi bílrúðuskafi, morgunþreytu, forstofubleytu og kvefi þá eru nokkrar leiðir til að halda sér frískum og ferskum á meðan beðið er eftir sumrinu.

Sendu þreytuna í frí

Við hér nyrst á norðurhveli jarðar fáum ekki nógu mikla sól á veturna, það veldur þreytu og jafnvel skapvonsku. Þess vegna er mikilvægt að reyna að láta sólina skína eins mikið á mann og hægt er. Gott er að fara í göngutúr í hvert skipti sem færi gefst eða verða sér úti um dagsbirtulampa.

Borðaðu ávexti í stað sælgætis

Þú átt vissulega skilið að fá ís og nammi eftir að hafa klöngrast í gegnum snjó og gert þitt besta til að fótbrotna ekki. Það er hins vegar ekki hollt, það er miklu betra fyrir heilsuna og líðanina til lengri tíma að skipta namminu, snakkinu og ísnum út fyrir ber, mandarínur og epli.

Drekktu mjólk

Það er gott að vera með sterkt ónæmiskerfi þegar kveftímabilið gengur yfir. Mjólk inniheldur mikið af próteinum, A og B12-vítamínum og kalk. Ef þér hugnast ekki að drekka mjólk þá er hægt að búa til heitt kakó.

Ekki planta þér heima

Nýttu hvert tækifæri sem gefst til að fara út úr húsi, gaman er að prófa eitthvað nýtt eins og að fara út að renna sér í svörtum ruslapoka eða jafnvel á skauta. Hreyfing er ekki bara holl og útiveran góð leið til að nálgast smá sólskin heldur getur útivera með fjölskyldunni minnkað spennuna á heimilinu sem fylgir því að hanga inni vikum saman.

Gerðu mikið úr morgunmatnum

Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins og enn mikilvægari á veturna. Góður og næringarríkur morgunverður gefur þér meiri orku yfir daginn og styrkir ónæmiskerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum