fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Kynning

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið

Kynning

Þvottakompaníið, Vesturvör 22, Kópvogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þvottahúsum hefur ekki fjölgað hér undanfarin ár en á sama tíma hefur verkefnum fjölgað mjög mikið vegna aukinna umsvifa í ferðageiranum. Það eru því mikil tækifæri í þessari starfsgrein fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig og veita góða þjónustu,“ segir Guðmar V. Kjartansson, eigandi Þvottakompanísins. Guðmar tók við rekstrinum fyrir rúmlega þremur árum og hafa umsvifin aukist jafnt og þétt síðan þá.

„Ég hef verið að endurnýja tækjakostinn og tók fyrr á árinu inn vél sem tekur tæpleg 60 kíló af þvotti í einu, en til samanburðar tekur venjuleg heimilisvél 5–7 kíló. Fyrir eru þrjár þvottavélar og tvær strauvélar,“ segir Guðmar.

Þvottakompaníið er fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði þó að það neiti ekki einstaklingum um þvottaþjónustu. „Um helmingur af verkefnunum er fastir þjónustusamningar þar sem við veitum heildarlausn. Þetta eru mikið til veitingastaðir og hótel og í mörgum tilvikum sjáum við þessum aðilum fyrir líni, handklæðum, tuskum og þess háttar – afföll geta verið töluverð og því sjá aðilar oft þann vænstan kost að leigja lín og þurfa þannig ekki að hafa yfirsýn með birgðahaldi. Við sjáum yfirleitt um að sækja og senda og viðskiptavinirnir þurfa ekki að standa í því að senda til okkar óhreint tau og þess háttar,“ segir Guðmar.

Guðmar segir að sumir viðskiptavinir hans í hótel- og veitingageiranum þurfi daglega þjónustu allt árið um kring en algengt sé að sinna þurfi verkefnum þrisvar í viku fyrir hvern aðila.

„Ég hef líka verið að þjónusta verktaka með kuldagalla og önnur vinnuföt. Verktakar hafa oft ekki fasta starfsstöð og þá hefur þeim fundist gott koma með uppsafnaðan þvott beint til mín.“

Starfsmenn Þvottakompanísins eru fjórir að Guðmari meðtöldum. „Ég geng í öll verk. Ef maður ætlar að reka þvottahús þá þýðir lítið að vera í einhverjum skjalatöskuleik, maður verður að vera í þessu af lífi og sál.“

Guðmar segir að töluvert sé að gera allt árið um kring en verkefnin tvöfaldist síðan á sumrin. Einnig fjölgar þeim mikið í kringum hátíðir. „Það er ljóst að við þurfum að fjölga fólki í framtíðinni og umsvifin eru bara að aukast,“ segir Guðmar.

Nánari upplýsingar um starfsemi Þvottakompanísins er að finna á heimasíðunni thvottahus.is. Þar er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og panta þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

250 litir: Gott orðspor er gulli betra

250 litir: Gott orðspor er gulli betra
Kynning
Fyrir 3 dögum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 4 dögum

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að vinna
Kynning
Fyrir 6 dögum

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 1 viku

Við tökum þátt í Lífshlaupinu

Við tökum þátt í Lífshlaupinu
Kynning
Fyrir 1 viku

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir

Tónaflóð: traust, þekking, reynsla og gamalgrónir viðskiptavinir
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn

Leiðni slf: Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn