fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Kynning

Búrið: Frábærar gjafakörfur í boði

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Föstudaginn 14. desember 2018 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn fer í jólaköttinn

Ostahúsið Búrið er til húsa úti á Granda. Búrið er nokkuð sérstök verslun þar sem mikil áhersla er lögð á fjölbreytt úrval osta og annars góðgætis.

Í gegnum tíðina hefur Búrið einnig haldið skemmtileg ostanámskeið sem hafa notið mikilla vinsælda hjá matgæðingum.

Ég skrapp út á Granda hér um daginn til að forvitnast aðeins fyrir um hvað þar væri í boði fyrir jólin og hitti þá á hana G. Sigríði eða Sirrý eins og hún er oftast kölluð og er ein af eigendum.

Sirrý sagði mér að núna væru þær í óða önn að útbúa og taka á móti pöntunum á jólakörfum fyrir jólin.

Margar tegundir af gjafakörfum
„Núna erum við með 5 tegundir af gjafakörfum sem eru hver annarri glæsilegri. Við blöndum saman í körfurnar okkar því sem við teljum best, bæði íslensku handverks góðgæti, ekta ostum, þá bæði íslenskum og erlendum, og fjölmörgu öðru.

Þarna er stundum að finna lax sem er grafin í gini og tóník eða ítalskt salami, svo eitthvað sé nefnt. Síðan erum við vitaskuld með marineraðar ólifur, pate; stundum er grafin gæs, en ávallt einfaldlega það sem fólk óskar eftir.

Við erum að gera helling sjálf í okkar eldhúsi en einnig er margt sem við látum gera fyrir okkur sérstaklega. Við reynum að vera með góða þjónustu og hraða, ef pantað er fyrir hádegi verður gjöfin tilbúin til afhendingar í Búrinu eftir hádegi daginn eftir.“

Sérsniðnar gjafaöskjur
„Við getum einnig útbúið sérsniðnar gjafaöskjur eða gjafapoka, stóra sem smáa fyrir öll tilefni það er bara að slá á þráðinn til okkar í síma 551 8400 til að fá frekari ráðleggingar.

Sjálfsagt er að bæta við öðrum hlutum en þeim sem fást dagsdaglega í Búrinu; eins og víni, portvíni, bókum eða einhverju öðru.

En það er um að gera að slá á þráðinn eða koma og athuga hvað er í boði,“ sagði Sirrý og var rokin enda í nógu að snúast.

Hægt er að kaupa/panta allar körfurnar á netinu á: https://burid.myshopify.com/
Heimasíðan er: http://blog.burid.is/post/180327443491/vefverslunin-okkar-er-opin-n%C3%BA-er-h%C3%A6gt-a%C3%B0-versla
FB er:https://www.facebook.com/burid/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni
Kynning
01.09.2023

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum hjá Úrval Útsýn – „Fólk kemur endurnært tilbaka“

Vaxandi áhugi á lífsstíls- og hreyfiferðum hjá Úrval Útsýn – „Fólk kemur endurnært tilbaka“
Kynning
20.07.2023

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“

Heitir pottar fyrir íslenskar aðstæður – „Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri“
Kynning
05.04.2023

„Hver veit nema þú fáir það hjá Hermosa“

„Hver veit nema þú fáir það hjá Hermosa“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl