Lífsstíll

Hurðir og gluggar í hálfa öld

Kynning

SB Glugga- og hurðasmiðja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 21:00

„Gluggar og hurðir eru okkar ær og kýr, við erum ekki í innréttingum heldur sérhæfum okkur í þessu. Einhvern veginn hefur þetta þróast þannig að við vinnum mest fyrir einstaklinga og algengustu verkefnin eru hurða- og gluggasmíði í einbýlishús eða lítil fjölbýlishús,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi SB Glugga- og hurðasmiðju. Starfsemin byggir á afar traustum grunni en fyrirtækið stofnaði faðir Jónasar, Sigurður Bjarnason, árið 1974, og starfaði Jónas í fjölskyldufyrirtækinu frá unga aldri en keypti fyrirtækið af föður sínum árið 1991.

„Við erum mikið í að smíða mjög vandaðar og dýrar hurðir þar sem fólk vill fá öðruvísi útlit og leggja mikið í anddyri hússins. Fjölbreytnin hefur aukist mikið í þessum efnum,“ segir Jónas en fyrirtæki hans leggur áherslu á sérsmíði og gæði.

Gluggar og hurðir láta mikið á sjá með tímanum í íslenskri veðráttu og raunar hvar sem er í heiminum en SB Glugga- og hurðasmiðja leggur þunga áherslu á vönduð efni og traust vinnubrögð í þessum efnum.

„Regn og vindur slítur gluggum og hurðum en langverst er samt sólin. Með tímanum eyðileggja útfjólubláir geislar timbur, járn og hvað sem er. Það er nefnilega ekki til neitt sem er viðhaldsfrítt og það fer mjög í taugarnar á mér að sjá yfirlýsingar um slíkt í auglýsingum,“ segir Jónas en fyrirtæki hans smíðar glugga og hurðir ávallt með langtímaendingu í huga:

„Þetta er allt hágæðavara sem við framleiðum. Við erum ekki að eltast við þetta ódýrasta og sem dæmi erum við eingöngu með ryðfríar lamir á hurðum og svo framvegis. Við keyrum á gæðum en ekki á lægsta verðinu og til lengri tíma er það alltaf hagstæðast fyrir kaupandann.“

Starfsmenn hjá SB Glugga- og hurðasmiðju eru um tíu talsins og það er ávallt nóg að gera. Það gefur hins vegar auga leið að verkefnin stóraukast á vorin og sumrin. Fyrir þá sem þurfa að endurnýja útihurðir eða glugga á næstunni hlýtur SB Glugga- og hurðasmiðja að vera áhugaverður kostur, eða eins og Jónas segir: „Það hlýtur að segja sitt að maður hafi unnið í sama faginu í yfir 40 ár.“

SB Glugga- og hurðasmiðja er til húsa að Hvaleyrarbraut 39, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 565-4151 og heimasíða er sbgluggar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta