fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Svaðilför til Grænlands

Kynning
Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á Gottu.

Sum­arið 1929 lögðu ell­efu menn upp í mikla óvissu­för á mótor­bátn­um Gottu VE 108 til Græn­lands með það að markmiði að hand­sama nokk­ur sauðnaut og flytja þau til Íslands.

Eft­ir mik­il æv­in­týri á sjó, ís og landi sneri áhöfn­in aft­ur tæp­um tveim­ur mánuðum síðar með sjö sauðnaut­skálfa. Ekki er þó hægt að fullyrða að þeim hafi farn­ast vel á Íslandi og fór þessi til­raun til sauðnauta­rækt­un­ar fljótt í súginn, eins og fram kemur í nýrri bók Hall­dórs Svavars­son­ar, Græn­lands­för Gottu.

Þau voru sjö sam­an, dauðskelkuð og um­komu­laus og mynduðu eðli sínu sam­kvæmt varn­ar­vegg enda óvön því að vera til sýn­is á al­manna­færi líkt og þessa síðsum­ar­daga á Aust­ur­velli árið 1929. Það voru ekki bara Reyk­vík­ing­ar sem fjöl­menntu á sýn­ing­una, fólk dreif víða að, enda höfðu Íslend­ing­ar ekki séð sauðnaut áður.

„Ég man eft­ir Gottu sem strák­ur og að hafa heyrt talað um þessa frægu Græn­lands­för henn­ar,“ seg­ir Hall­dór í samtali við Morgunblaðið. „Ég vissi samt lítið um hvað málið sner­ist fyrr en ég fór fyr­ir nokkr­um árum að fletta gömlu Bliki, sem er árs­rit Gagn­fræðaskóla Vest­manna­eyja. Þar var laus­lega sagt frá þessu æv­in­týri og það kveikti í mér.“

Halldór tekur sérstaklega fram að bókin sé öll unnin upp úr frásögnum þeirra sem voru þarna á sínum tíma, að ekki sé fyllt í neinar eyður eða grísað á staðreyndir með heimildavinnunni. Þar sem Hall­dór er grúsk­ari af Guðs náð fór hann að leita að heim­ild­um en komst fljótt að raun um að ekki er sér­lega margt til um ferðina. „Fátt hef­ur verið skrifað um þessa ferð gegn­um tíðina sem helg­ast fyrst og fremst af tvennu. Ann­ars veg­ar vegna þess að ekki ríkti ein­hug­ur um þessa ferð á sín­um tíma og marg­ir töldu hana feigðarfl­an og hins veg­ar fyr­ir þær sak­ir að það hef­ur löng­um verið eðli ís­lenskra sjó­manna að gera lítið úr stór­ræðum sem þeir lenda í,“ seg­ir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum