fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Zenus sófaframleiðsla: Eingöngu besta hráefni sem völ er á

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 16:00

Jökull sófi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Zenus framleiðir nokkrar tegundir af sófum sem við getum framleitt eftir máli. Jökull hefur verið vinsælasti sófinn hjá okkur. Við framleiðum Jökul allt frá stökum stólum upp í hornsófa með tungu og allt þar á milli. Eiginlega má segja að við getum framleitt nánast allt sem hentar okkar viðskiptavinum,“ segir Ásgeir F. Ásgeirsson hjá Zenus.

Við leggjum mikinn metnað í að sófagrindurnar séu sterkar og góðar og þess vegna erum við með 10 ára ábyrgð á grindunum á sófunum okkar. Zenus þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Zenus er fjölskyldufyrirtæki byggt á gömlum grunni í eigu Ásgeirs  Ólafssonar og hjónanna Ásgeirs og Heiðu. „Við erum mjög heppin að vera með reynslumikið og hæfileikaríkt starfsfólk sem endurspeglast í okkar vörum og góðri þjónustu,“ segir Ásgeir.

 

Hágæða efni fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir

Zenus notar eingöngu viðurkennd efni og áklæði í hæsta gæðaflokki frá þekktum fagaðilum úti í heimi t.d. Sörensen Læder, Svensson, Creation Baumann og Camira Fabrics. „Það hefur orðið gífurleg tækniþróun í þessum efnum á síðustu árum. Við erum m.a. að tala um svokölluð hljóðvistunarefni, sem hafa áhrif á bergmál í rými og bæta ótrúlega hljóðvist rýmis. Þetta leiðir að bættu vinnuumhverfi þar sem bergmál í rými er ekki eins mikið vandamál,“ segir Ásgeir. „Það fer svo eftir hverju verkefni fyrir sig hvaða áklæði hentar best og við hjá Zenus höfum gríðarmikla reynslu í því að vita hvað hentar við hvaða aðstæður.“ Þess má geta að Zenus er einnig í endurbólstrun á eldri húsgögnum fyrir þá sem vilja.

Gluggatjaldalausnir sérsniðnar að þínum þörfum

Zenus flytur inn gluggatjöld frá Luxaflex sem býður upp á tilbúnar en jafnframt sérsniðnar lausnir. Hvert gluggatjald frá Luxaflex er einstakt, í mismunandi stærðum og og er það gríðarlegu úrvali Luxaflex að þakka að flestir geti fundið viðeigandi gluggatjöld og kerfi til þess að stjórna þeim. Einnig býður Zenus upp sérsniðin gluggatjöld. „Fólk kemur til okkar og við gefum ráð um hvaða gluggatjaldalausn og efni hentar, hvort sem það eru hangandi gluggatjöld, rúllugluggatjöld, strimlar, Duette eða hvað annað sem við bjóðum upp á. Við tökum verkið alla leið, komum og mælum og bjóðum svo upp á uppsetningu gluggatjaldanna. Einnig seljum við kerfi til þess að stjórna gluggatjöldunum eins og er orðið svo vinsælt í dag. Við erum líka með mótora sem passa með hinum ýmsu heimastjórnunarkerfum sem í boði eru í dag, þannig að gluggastjórnunarkerfið verður hluti af heildarheimastjórnunarkerfinu,“ segir Ásgeir.

Duette gluggatjald Type 7 frá Luxaflex sem hægt er að stýra frá toppi niður og botn upp. Hægt að fá mismunandi þéttleika og mikið úrval af litum og áferðum. Zenus býður einnig upp á hangandi gluggatjöld í mismunandi þéttleikum og úrval af gluggatjaldabrautum.

Viðhaldsefni fyrir leður- og tauáklæði

„Við bjóðum upp á hágæðavörur frá Leather Master til viðhalds á húsgögnum. Þetta eru afar meðfærileg efni til hreinsunar og næringar á leðri, áklæði og tréhúsgögnum. Okkur finnst mikilvægt að bjóða upp á vöru sem lengir líftíma varanna sem við bjóðum upp á,“ bendir Ásgeir á.

Zenus hefur tekið þátt í fjölda verkefna og í röðum ánægðra viðskiptavina má nefna Íslandsbanka, Landspítalann, Kópvogsbæ, Háskóla Íslands og Icelandair Hotels.

 

Vefsíða: zenus.is
Netpóstur: zenus@zenus.is
Smiðjuvegur 9, 200 Kópavogi
Opið mánudaga til fimmtudaga 9–17
Föstudaga frá 9–16
Sími: 554-24 50

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum