fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Kynning

Axarkast veitir útrás og er góð skemmtun í hóp

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axarkast er vinsælt sport víða erlendis en höfðar greinilega vel til Íslendinga með sitt víkingablóð. Berserkir axarkast er nýtt félag sem býður fólki upp á að kasta öxum í góðra vina hópi. Axarkast er tilvalið fyrir alls konar hópa sem hafa gaman af því að reyna dálítið með sér í keppni.

Berserkir eru til húsa að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði. Eigendur eru Elvar Ólafsson og Helga Kolbrún Magnúsdóttir. Elvar segir að sportið eigi uppruna sinn í Kanada og sé mjög vinsælt þar. „Það eru yfir 100 svona staðir í Kanada og Bandaríkjunum en núna er þetta byrjað að breiðast út um Evrópu.“

Að sögn Elvars er viðskiptavinahópurinn dálítið árstíðabundinn. „Við opnuðum í maí og í sumar var mikið um vinahópa og steggjun og gæsun. Í haust ber mikið á fyrirtækjahópum og síðan stefnumótum, það er bara nokkuð vinsælt hjá pörum að skemmta sér saman í axarkasti.“

Sportið er ætlað 16 ára og eldri, en 12 ára mega kasta undir umsjón forráðamanna. „Alla jafna getur fólk valdið þessu við 12 ára aldurinn, en ekki yngra. Sonur minn er 12 ára og hann kastar stundum með mér,“ segir Elvar.

Axarkast er af sama meiði og bogfimi og pílukast að því leyti að reynt er að hitta á skífu. Það er hins vegar meiri útrás fólgin í því að kasta öxinni. „Reglurnar í þessu koma að utan. Öxin er tæplega 800 grömm að þyngd og kastsvæðið í 4,5 metra fjarlægð frá markinu; stigið er eitt skref inn í kasthringinn áður en kastað er. Fimm stig eru veitt fyrir að hitta inn í miðjuna, 3 stig fyrir rauða svæðið og 1 stig fyrir það bláa. Fimm köst eru í leik.“

Það er gaman að koma saman hjá Berserkjum og kasta öxi. „Hér ríkir skemmtileg stemning og við byrjum fyrst á að kenna fólki að kasta og svo búum við til létta keppni úr þessu. Í lokin fær fólk meðal annars að prófa að kasta stærri öxi.“

Opið er hjá Berserkjum, Hjallahrauni 9, laugardaga og sunnudaga frá 14 til 17, fyrir þá sem vilja koma án þess að panta tíma. Hins vegar er hægt að hafa samband í gegnum heimasíðuna, með Facebook spjalli eða hringja í síma 546-0456 og panta tíma sem hentar viðkomandi. Sjá nánar á vefsíðunni www.berserkir-axarkast.is

Stefnt að keppni í axarkasti

Núna er hafinn undirbúningur að keppnismóti í axarkasti:

„Á Íslandi hefur axarkast verið hluti af keppnisdagskrá Skógarleikanna í Heiðmörk í nokkur ár en ekki hafa verið haldnar formlegar keppnir innanhúss. Okkur langar að bæta út því enda höfum við fundið fyrir áhuga hjá fólki sem hefur komið til okkar að vill byrja að æfa og keppa. Við fylgjum alþjóðlegum reglum varðandi uppsetningu á brautum, öryggisreglur og stigagjöf. Erlendis eru reglulega haldin mót og væri gaman að senda fulltrúa frá Íslandi í alþjóðlega keppni. Við erum að safna til að setja af stað slíka keppni á Karolina Fund og er öll hjálp vel þegin,“ segir Elvar.

Sjá nánar á karolinafund.com: https://www.karolinafund.com/project/view/2251

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Í gær

Fyrirtak: Þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald

Fyrirtak: Þjónar fyrirtækjum, stofnunum og húsfélögum um almennt fasteignaviðhald
Kynning
Fyrir 2 dögum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!

Eiríkur hjá Egat.is veit hvað góðir bekkir þurfa að hafa til að endast!
Kynning
Fyrir 1 viku

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni

Allt verður einfaldara með KitchenAid matvinnsluvélinni
Kynning
Fyrir 1 viku

Fann ótrúlegan mun með Benecta – Algerlega verkjalaus

Fann ótrúlegan mun með Benecta – Algerlega verkjalaus
Kynning
Fyrir 1 viku

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð

Nature Sense: Fyrir náttúrulega fegurð
Kynning
Fyrir 1 viku

GUM tannvörur: Mikilvægi góðrar munnheilsu heilsunnar vegna

GUM tannvörur: Mikilvægi góðrar munnheilsu heilsunnar vegna
Kynning
Fyrir 1 viku

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?

Háskaleikarnir 2019: Dalur dauðans, ærsladraugar og hrollvekjur – Þorir þú að taka þátt?