Lífsstíll

Rush Iceland: Hoppandi skemmtun fyrir fólk á öllum aldri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. október 2018 18:00

Á Dalvegi 10–14, þar sem stórverslunin Kostur var áður til húsa, er nú risinn stærsti innandyra trampólín- og afþreyingargarður á Íslandi – Rush Iceland. Garðurinn er undir merki víðþekktrar erlendrar keðju, Rush Parks, og er fjórtándi garðurinn sem fyrirtækið opnar.

Rush Iceland er á yfir 2.000 fermetra svæði og þar af ef leikjasvæðið 1.800 fermetrar. „Við erum með trampólín af öllum stærðum og gerðum, hallandi upp veggina og bogadregin, þannig að þú hoppar dálítið á móti. Síðan erum við með skotboltavelli þar sem fólk getur spilað skotbolta um leið og það hoppar,“ segir Torfi Jóhannsson, rekstrarstjóri Rush Iceland, en samtals eru 53 trampólín á staðnum auk ýmissa annarra tækja. Þarna er til dæmis karfa sem hægt er að troða bolta í um leið og maður hoppar á trampólíni.

„Leiktækin henta bæði fyrir börn og fullorðna, oft eru foreldrar að hoppa með börnunum sínum auk sem hingað koma bæði starfmanna- og vinahópar koma saman og hoppa af lyst,“ segir Torfi. Veitingastaður er í Rush Iceland sem sér um að útvega allar veitingar í afmælisveislur eða aðrar samkomur sem eru haldnar á staðnum.

Örugg tæki

„Við vinnum eftir einum virkasta, alþjóðlega öryggisstaðlinum í Evrópu í dag, PAS 5000, en það er öryggis- og rekstrarstaðall fyrir trampólíngarða og eru undanfarar að ISO stöðlum. Þetta er breskur staðall í grunninn, gefinn út af breska staðlaráðinu, og fulltrúar frá þeim komu hingað, tóku garðinn út og vottuðu hann,“ segir Torfi en ljóst er að starfsmenn Rush leggja mikla áherslu á að hafa tækin sem öruggust.

Þess má geta að móðurfyrirtækið er jafnframt framleiðandi að tækjunum og framleiddi tæki í alls 90 garða á síðasta ári.

Gjafabréf

Það er orðið sífellt vinsælla að gefa upplifun í jóla- eða afmælisgjöf og ferð í Rush Iceland er frábær upplifunargjöf fyrir marga. Hægt er að panta gjafabréf með því að senda tölvupóst á netfangið info@rushiceland.is eða hringja í síma 519-3230. Frjáls upphæð er á gjafabréfunum, allt eftir því hvað gefandinn kýs að gefa, en klukkustundar heimsókn í garðinn kostar aðeins 2.200 krónur.

Garðurinn er opinn frá kl. 15 til 21 alla daga og eru alls um 50 starfsmenn þar í hlutastörfum. Vegna vinnutímans henta störf í garðinum vel fyrir skólafólk.

Sjá nánar á vefsíðunni rushiceland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Opnunarhátíð Veltis

Opnunarhátíð Veltis
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu

3 Skref bókhaldsþjónusta: Sérfræðingar í öllu
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár

Salon Nes: Heimilislegt andrúmsloft – Iris hefur klippt hár í fjörtíu ár
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár

Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur í rúmlega 60 ár
Lífsstíll
Fyrir 6 dögum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum

Kvikkfix: Viatti-dekkin eru bylting í vetrardekkjum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum

MD Vélar: Nýtt umboð um alhliða þjónustu – Þenslutengi í öllum stærðum og gerðum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta