fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Sérsmíðuð húsgögn án aukakostnaðar

Kynning

Patti ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. janúar 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við framleiðum okkar eigin sófasett í öllum þeim stærðum sem hver og einn viðskiptavinur vill. Allt hráefnið í sófasettin flytjum við inn sjálfir, þannig að það sé sniðið að okkur sófum. Við erum með okkar módel sem við getum breytt og stílfært eftir óskum hvers og eins. Þetta er því í raun sérsmíði en ekki í þeim algenga skilningi að um sé að ræða mjög dýra vöru, í okkar tilfelli er sérsmíði einfaldlega það að þú kaupir þér til dæmis hornsófa en vilt fá hann í annarri stærð en þeirri stöðluðu og þá kostar hann bara það sama,“ segir Gunnar Baldursson hjá húsgagnaversluninni Patti húsgögn ehf., Bíldshöfða 18, Reykjavík.

Patti hefur verið til í þessari mynd frá aldamótun en á sér rætur marga áratugi aftur í tímann. Eins og lýsingin hér að framan gefur til kynna býður Patti upp á mjög persónulega þjónustu við sölu og framleiðslu húsgagna. Yfir 90 útfærslur á stofuhúsgögnum eru í boði og yfir 3.000 tegundir af áklæði frá virtum framleiðendum.

„Við flytjum einnig inn mikið af stólum (staflanlegum) og borðum (fellanlegum) fyrir hótel og veitingahús, sem geta nýst hvar sem er. Þetta eru mjög sterk húsgögn frá Þýskalandi. Þau eru ekki bara fyrir ferðaþjónustuna heldur erum við að selja húsgögn inn í leikskóla, í félagsheimili, í félagsmiðstöðvar og víðar, þannig að við erum að selja þetta inn á mjög marga og ólíka staði,“ segir Gunnar.

En Patti býður upp á fleira til að fegra umhverfið en bara húsgögn. Undanfarið hefur verslunin boðið upp á afskaplega fallegar handunnar kristalvörur frá Julia Crystals, sem og búsáhaldavörur frá danska framleiðandanum Rice. Enn fremur eru í boði sælkeravörur frá A L’Olivier, til dæmis sinnep og olíur í fínni kantinum, með t.d. truffle-sveppum, vörur sem fólk sér ekki í næstu matvöruverslun.

Sem fyrr segir er Patti til húsa að Bíldshöfða 18. Opið er virka daga frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 15. Nánari upplýsingar á patti.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum