fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Gamla innréttingin verður eins og ný með einföldum og ódýrum uppfærslum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. janúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Björninn býður upp á allar tegundir af innréttingum innanhúss, allt frá innréttingum í bílskúrinn upp í eldhúsinnréttingar og baðinnréttingar; sömuleiðis fataskápa, bókahillur og margt fleira. Um er að ræða sérsmíðaða íslenska framleiðslu, eigin framleiðslu fyrirtækisins í einu og öllu. Rætur fyrirtækisins eru margra áratuga gamlar en það hefur verið til í núverandi mynd í yfir 20 ár.

Allar innréttingar í Birninum eru sérsmíðaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Hann ákveður viðartegund, höldur og innviði. Starfsmenn Bjarnarins teikna síðan upp verkið, smíða innréttinguna og setja hana upp sé þess óskað.

„Það eru margir aðilar sem selja innréttingar en það sem gefur okkur sérstöðu er að hjá okkur getur fólk endurnýjað hluta af innréttingunni, skipt út lúnum hurðum, fengið nýjar hillur inn í gamlar innréttingar, skipt um borðplötur, hvað eina sem er farið að gefa eftir, fengið yfirhalningu á innréttingunni svo hún er eins og ný og fengið nýjar skúffur inn í gamlar innréttingar – en fyrir aðeins brot af kostnaðinum við nýja innréttingu,“ segir Páll Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Bjarnarins.

Verslun Bjarnarins er að Ármúla 20 og er opin virka dag frá kl. 9 til 17.30. Þangað er gott að koma og skoða allt úrvalið af innréttingum og ræða við fagmenn sem geta veitt hverjum og einum sérsniðna þjónustu.

Páll er ánægður með staðsetninguna við Ármúlann: „Ármúlinn er sterk og góð verslunargata. Hér eru mjög þekkt og traust fyrirtæki sem fólk þekkir. Hér er gott að vera með rekstur.“

Síminn hjá Birninum er 562-5000 en nánari upplýsingar og myndir af innréttingum er að finna á vefsíðunni bjorninn.is og Facebook-síðunni Björninn innréttingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum