fbpx
Lífsstíll

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað: Skapandi nám í kyrrð og náttúrufegurð Hallormsstaðar

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 09:38

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað byggir á áralangri hefð og menningararfi en skólinn var stofnaður árið 1930. Auk þess að rækta gamlar hefðir er skólinn vakandi fyrir nýjustu straumum og stefnum í heiminum. Námið samanstendur af matreiðslu og textílgreinum; vefnaði, prjóni, hekli, útsaumi og fatasaumi.

„Skólinn aðlagar sig alltaf að nútímatækni sem stöðugt er að breytast á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Við erum ekki eingöngu í gamla tímanum heldur leggjum mikla áherslu á að kynna fyrir nemendum það sem er í gangi í dag en gætum þess jafnframt að halda í gamlar hefðir sem gætu glatast. Í matreiðslu förum við vítt um heiminn og kynnum nemendum matarmenningu annarra þjóða. Við förum vel yfir ýmis ný hugtök, eins og t.d. hvað felst í því að vera vegan, hvernig á að matreiða fyrir einstaklinga með fæðuóþol og ofnæmi o.s.frv. En um leið og við tengjum okkur vel við samtímann þá pössum við upp á hefðirnar og tökum t.d. slátur, nokkuð sem gert er á sífellt færri heimilum í dag,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.

Hallormsstaðarskógur – kyrrð og yfirþyrmandi fegurð

Hreinleiki og umhverfisvernd eru líka sterkir áhersluþættir í starfi skólans: „Við vinnum mikið með hreint fæði, nýtum afurðir skógarins og leggjum áherslu á að nemendur vinni með hráefnið sem mest frá grunni. Við kennum þeim gagnrýna hugsun varðandi innkaup og neyslu, hvað við látum ofan í okkur og hverju við klæðumst. Næringarfræðin fléttast saman við verklegu matreiðslukennsluna. Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd og umhverfisvitund í allri kennslu og öllu starfi skólans,“ segir Bryndís.

 

Grænmetisréttur með rauðrófum

Námið er á framhaldsskólastigi en skólinn tekur á móti nemendum af öllu landinu og á öllum aldri frá og með grunnskólaaldri. „Nemendur njóta þess að vinna í kyrrðinni og náttúrufegurðinni hér á Hallormsstað og sækja sér mikinn sköpunarkraft í náttúruna hér,“ segir Bryndís.

Námið er ein önn og veitir einingar til stúdentsprófs. Nemendur frá skólanum hafa gott orð á sér og eru eftirsóttir starfskraftar í veitingageiranum og textíliðnaði, sem hefur vaxið mikið undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna.

Fatasaumur

„Námið er ódýrt ef nemendur nýta alla styrki sem eru í boði en mánuðurinn gæti kostað um 10.000 krónur þegar upp er staðið. Auk þess fá nemendur til eignar verkefnin sem unnin eru á önninni. Allir nemendur eru á heimavist og innifalið í skólagjaldi er gisting, fullt fæði og efni til verkefnavinnu, en skólinn kappkostar að veita nemendum aðgang að góðum búnaði,“ segir Bryndís.

Enn eru nokkur sæti laus á haustönn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, auk þess sem opið er fyrir skráningu á vorönn. Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni hushall.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð

Barnaloppan – markaður í Skeifunni 11D: Endurnýtum fyrir börnin okkar og móður jörð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar

Hágæða heitir pottar á enn lægra verði – infrarauðir saunaklefar
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1

Hugaðu að vetrinum: Veldu finnsku gæðadekkin frá Nokian hjá MAX1
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina

Arctic Trucks: Nýja Dick Cepek-dekkið verður frumsýnt um helgina
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima

O’Learys í Smáralind: Huggulegt eins og í stofunni heima
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“