fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Tuddinn: Grillbíll sem bragð er að

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. júlí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuddinn er margrómaður grillbíll sem selur eina bestu borgara landsins, og þótt víðar væri leitað. Borgararnir eru úr fyrsta flokks nautakjöti sem kemur beint frá býlinu Hálsi í Kjós. Þar sér eigandi Matarbúrsins og Tuddans, Þórarinn Jónsson, um búskap og elur stærðar nautgripi af Galloway-kyni. Um er að ræða holdagripi sem heimsþekktir eru fyrir einstaklega bragðgott og meyrt kjöt.

„Nautin fóðra ég eingöngu á grasi og heyi, en rannsóknir hafa sýnt fram á að kjöt af grasöldum nautgripum er gífurlega næringarríkt, stútfullt af CLA og Omega 3 fitusýrum og innihalda fjórum sinnum meira E-vítamín en ella. Þannig er kjötið af slíku nauti sambærilegt við kjötið af villtum laxi,“ segir Þórarinn. Því mætti segja að hamborgararnir frá Tuddanum séu ekki síður góðir fyrir heilsuna en bragðlaukana.

Fullkominn borgari

„Hinn staðlaði Tudda-borgari er 130 gramma hamborgari með salati, rauðlauk, tómat, góðum feitum osti, stundum reyktum cheddar-osti og tvenns konar sósum sem við lögum sjálf eftir uppskrift eiginkonu minnar, Lísu Boije, sem er hinn helmingurinn af Tuddanum og rúmlega það. Annars vegar er reykt tómatsósa sem gefur góðan og reyktan keim. Hins vegar er klassísk sinneps-majónes dressing sem lyftir borgaranum upp í hæstu hæðir. Sósurnar seljum við einnig í Matarbúrinu,“ segir Þórarinn. Hamborgarinn er sömuleiðis afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu Lísu sem lauk á því að vel völdum matgæðingum og vinum hjónanna var boðið til heilmikillar hamborgaraveislu. Voru menn sammála um ótvíræða yfirburði þeirrar samsetningar sem einkennir Tudda-borgarann og varð hann því fyrir valinu.

Tuddinn er alls staðar

Grillvagninn Tudda er hægt að panta fyrir ýmiss konar viðburði og má þar á meðal nefna að Tuddinn hefur séð um mat fyrir brúðkaup, afmæli og vinnustaðagleði. „Bíllinn vekur alltaf jafnmikla kátínu enda bjóðum við upp á hágæða skyndibita sem hentar við langflest tækifæri. Við höfum verið pantaðir í veislur um allt Suðurland. Bæði höfum við verið í Grímsnesi og svo höfum við farið til Grindavíkur. Því eru í raun engin sérstök takmörk sett hvar við getum verið. Annars er Tuddanum aðallega lagt hér í Kjósinni svona dagsdaglega en við förum líka mjög mikið um Hafnarfjörð og víðar um höfuðborgarsvæðið. Um daginn vorum við á Matarmarkaðnum í Hörpunni og vöktum mikla lukku,“ segir Þórarinn.

Tuddann má panta í veislur og aðra gleði með því að hringja í síma 897-7017 eða senda netpóst á tuddinn@hals.is
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Tuddinn. Þar má einnig fylgjast með ferðum Tuddans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum