fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Söngelskir láta drauminn rætast

Kynning

Hljóðver.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljóðver.is er vettvangur fyrir bæði atvinnumenn í tónlist og áhugafólk til að taka upp efni sitt. Einnig eru þar unnar alls konar upptökur með innlestri og auglýsingum. Sífellt færist í vöxt að söngelskt fólk láti drauminn um að fullvinna lag rætast og leiti til Hljóðvers.is þar sem lagið er hljóðblandað á geisladisk. Einnig er hægt að skila afurðinni af sér á rafrænu formi og gera úr henni til dæmis myndband á Youtube.

Gjafabréf frá Hljóðver.is eru vinsæl gjöf. Ef þú átt söngelskan ættingja eða vin er þetta frábær leið til að gera viðkomandi kleift að láta draum sinn rætast og stíga næsta skref á tónlistarbrautinni.

Sem fyrr segir er algengt að einstaklingar leiti til Hljóðvers.is til að fullvinna lög en einnig er vinsælt hjá ýmsum hópum að leita til hljóðversins til að fullvinna efni. Þannig eru oft tekin upp lög eða önnur atriði fyrir brúðkaup og stórafmæli. Þá færist sífellt í vöxt að fyrirtækjahópar leiti til hljóðversins og taki upp atriði fyrir starfsmannaskemmtanir eða hópeflissamkomur.

Á heimasíðu Hljóðvers.is segir meðal annars um starfsemina:
„Við veitum góða þjónustu fyrir allar almennar upptökur og hljóðvinnslu, hvort sem um er að ræða upptökur á grunnum eða fullvinnslu tónlistar til útgáfu og flutnings í útvarpi. Tökum einnig að okkur að vinna lög frá grunni eftir óskum. Ef þú ert lagasmiður og átt jafnvel aðeins lag á textablaði þá getum við hjálpað þér að útsetja og fullvinna lagið frá grunni og getum útvegað hljóðfæraleikara eftir þörfum.

Upptökurýmið er einstaklega vel hannað með stillanlegum hljóm-panelum. Þannig næst góður hljómburður bæði til að ná hlýjunni úr acoustic-hljóðfærum eða vel dempuðum hljómburði fyrir t.d. popp/rokk trommur. Jafnframt er möguleiki á að taka upp samtímis í tveimur öðrum rýmum samhliða upptökurýminu. T.d. fyrir bassa-/gítarmagnara samhliða trommuupptökum. Stjórnrýmið er rúmgott með góðri vinnuaðstöðu sem hentar vel fyrir hljóðblöndun. Þar er einnig góð aðstaða fyrir hlustun.“

Hljóðver.is er til húsa að Langholtsvegi 60, 104 Reykjavík. Símanúmer er 896-1013 og netfang jonas@hljodver.is. Gott er að hringja eða senda tölvupóst til að panta upptökutíma eða kaupa gjafabréf. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðunni www.hljodver.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum