fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Milliinnheimta sem skilar hagkvæmara greiðsluflæði og lægri innheimtukostnaði

Kynning

Alskil

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest fyrirtæki kannast vel við það umstang og fyrirhöfn sem getur falist í útsendingu greiðsluseðla og innheimtu þeirra, sérstaklega ef kröfur eru ekki greiddar á umsömdum tíma. Kjarnastarfsemi Alskila er að sjá um slíka umsýslu fyrir fyrirtæki sem kjósa þannig að útvista þeim hluta starfseminnar. Þá taka þessi verkefni ekki tíma frá þeirra kjarnastarfsemi og það sparar í leiðinni tíma, fé og fyrirhöfn, enda eru kjörorð Alskila Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta, hver er þín?

„Gott fyrirtæki samanstendur af sérfræðingum í kjarnastarfsemi hvers rekstrar og það hefur komið betur og betur í ljós að það getur vel borgað sig að útvista þeim verkefnum sem ekki hafa með lykilhæfni hvers fyrirtækis að gera,” segir Ívar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Alskila. „Við sérhæfum okkur í greiðslumiðlun og sérsniðinni innheimtuþjónustu. Það er okkar sérgrein og þau verkefni leysum við betur en önnur. Sem dæmi þá útvistum við verkefnum sem ekki teljast til okkar kjarnastarfsemi til sérfræðinga á þeim sviðum, hvort sem um er að ræða rekstur upplýsingakerfa, markaðsmál eða annað sem ekki tengist okkar kjarnastarfsemi. Af sömu ástæðu leita fjölmörg fyrirtæki til okkar til að sjá um innheimtumál fyrir sig.”

Fyrsta stig þjónustunnar er greiðslumiðlunin sem á sér stað eftir að sölu vöru eða þjónustu er lokið. Milliinnheimtan kemur til sögunnar þegar ýta þarf á eftir greiðslu. „Með milliinnheimtu getum við tekið við öllum bankakröfum sem fallnar eru á eindaga, hvort sem þær eru handmerktar til okkar eða stilltar þannig að þær komi til okkar sjálfkrafa ef þær eru ógreiddar á eindaga. Rekstraraðili hefur stofnað kröfu í banka og ef hún greiðist ekki þá getum við fengið upplýsingar um það frá bankanum og tökum við boltanum,” segir Ívar og tekur fram að milliinnheimta almennt sé vel römmuð inn í reglugerð þar sem meðal annars segir að senda megi þrjú innheimtubréf áður en kemur að innheimtusímtali. „Taka má fram að þrátt fyrir að greiðslumiðlunin sé hugsuð til að spara tíma, fé og fyrirhöfn fyrir viðskiptavini Alskila þá er hún ekki skylda og ekki síður algengt að fyrirtæki byrji með sínar kröfur í milliinnheimtu hjá okkur,“ segir Ívar.

Hringja eftir fyrsta bréf

Alskil leggur þó mikla áherslu á sveigjanleika innan ramma reglugerðarinnar til að mæta þörfum bæði greiðenda og kröfueigenda. Til að mynda þá er venja Alskila að hringja í greiðanda strax á eftir fyrsta innheimtubréfi. „Greiðendur eru mjög sáttir við þetta símtal því oftar en ekki er greiðslutöfin af völdum gleymsku eða vegna þess að viðkomandi hefur ekki orðið var við reikninginn. Þá fellur aðeins lágmarkskostnaður á greiðanda og kröfuhafi fær greitt fyrr en ella. Vissulega erum við að fá minna út úr hverri kröfu með þessari vinnureglu en þegar við horfum á stóru myndina þá þjónar þetta hagsmunum allra aðila til lengri tíma litið. Minni kostnaður fyrir greiðendur, hraðara greiðsluflæði fyrir kröfuhafa og viðskiptavinir okkar verða ánægðir. Það er lykilatriði í langtíma viðskiptasambandi sem við eigum við okkar viðskiptavini,” segir Ívar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Alskil, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík
Sími: 515 7900
Heimasíða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum