fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Fjölbreyttur og ljúffengur hádegismatur

Kynning

Geirabakarí í Borgarnesi kynnir:

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geirabakarí dregur nafn sitt af stofnanda og núverandi eiganda þess, Sigurgeiri Óskari Erlendssyni. Hann en enginn nýgræðingur í faginu enda lærði hann bakaraiðn á Siglufirði aðeins 16 ára gamall hjá Ingimari „Láka“ Þorlákssyni í Kaupfélagsbakaríinu. Frá árinu 2007 hefur öll starfsemi Geirabakarís farið fram í fallegu og bogadregnu 300 fermetra húsnæði að Digranesgötu í Borgarnesi. Þar er boðið upp einstakt úrval af brauðmeti, kökum, bakkelsi og heitum mat. Samhliða hefðbundinni afgreiðslu, er brauðmeti keyrt út alla virka daga til nokkurra fyrirtækja á svæðinu. Geirabakarí sér ennig um veislur og býður þá upp á snittur, súpur, brauðtertur, marsípantertur og ýmislegt gott.

„Síðasta vor breyttum við salnum hjá okkur, endurnýjuðum borð, hillur og stóla. Nú er orðið virkilega notalegt og flott hjá okkur. Við erum í augnablikinu með sæti fyrir um 70 manns en ætlum að fjölga borðum og stólum,“ segir Jóhanna Erla Jónsdóttir, oftast kölluð Erla. Hún er matráður og smurbrauðssnillingur Geirabakarís.

Crepes með skinkufyllingu.
Crepes með skinkufyllingu.

Crepes og súpur og pítsur og boost og …

Í Geirabakaríi er alltaf mikið lagt upp úr hádegismatnum enda er það án efa mikilvægasta máltíð dagsins. „Hér fæst sko ýmislegt í svanga maga. Í hádeginu á fimmtudögum erum við til dæmis með crepes-pönnukökur sem fást ýmist með skinku- eða rækjufyllingu, grjónum og grænmeti. Einnig erum við með dýrindis súrdeigspítsur með pestó og áleggi. Við erum alltaf að prófa nýjar samsetningar. Ein er til dæmis með pestó og pepperóní. Nýjasta samsetningin hjá okkur er ostapítsa með pestó og úrvali osta. Að sjálfsögðu gerum við pestóið sjálf eins og brauðsalöt sem renna út eins og heitar lummur. Í hverju hádegi erum við með heita súpu og á fimmtudögum eru matarmeiri súpur eins og kjötsúpur eða sjávarréttasúpur. Og fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði bjóðum við upp á alíslenska brauðsúpu, þessa gömlu góðu sem margir þekkja og elska. Um er að ræða sérlega þjóðlega rúgbrauðssúpu með rjóma og er hún sívinsæl. Svo erum við með matarmikið smurbrauð ýmist með kjúklingi og silungi svo eitthvað sé nefnt.

Kelabiti.
Kelabiti.

Eitt smurbrauðið er alveg einstaklega staðbundið og köllum við það Kelabita. Þetta er þá brauðbiti úr hveitilausu brauði, með sérstakri kryddsósu, eggi og reyktum silungi úr Hvítá sem við kaupum ofan af Ferjukoti, þar sem Þorkell Fjeldsted heitinn bjó. Því heitir það Kelabiti,“ segir Erla. Geirabakarí býður einnig upp á þrjár tegundir af Boost-drykkjum fyrir þá sem vilja taka meistaramánuð hátíðlegan. Þá er hægt að velja á milli jarðarberja-, mangó- eða spínatboosts.

Ljúffeng hráfæðiskaka.
Ljúffeng hráfæðiskaka.

Ýmislegt sætt og gott

„Ekki má gleyma öllu því sætmeti sem við bjóðum upp á hér í bakaríinu. Þá er hægt að fá hefðbundið bakkelsi, ljúffengar kökur og tertur. Einnig erum við með hráfæðisköku, annars vegar með mokkabragði og hins vegar með banana. Einnig seljum við danskar gæðavörur fyrir matgæðinga. Um er að ræða hágæða tómatsósur, olíur, sultur og chutney, súkkulaðihúðaðar möndlur, skurðarbretti, viskastykki og margt fleira. Vörurnar eru frá Nicolas Vahé og algerar háklassa vörur. Kaffið okkar kemur svo frá Te & Kaffi og erum við með okkar eigin kaffidrykk sem við köllum Geirakaffi. Drykkurinn samanstendur af espresso-skoti, dásamlegu piparkökusírópi, Turkish pepper og flóaðri mjólk,“ segir Erla.

Nicolas Vahé.
Nicolas Vahé.

Geirabakarí er staðsett að Digranesgötu 6, 310 Borgarnesi
Opið er alla daga vikunnar í vetur
Mánudaga til fimmtudaga frá 07.00–17.30.
Föstudaga frá 07.00–18.00.
Laugardaga og sunnudaga frá 08.30–16.30.
Sími: 437-1920 eða 437-2020
Email: pantanir@geirabakari.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Geirabakarís og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum