fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Framúrskarandi íslensk hönnun: Úr, skartgripir og borðbúnaður

Kynning

Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 14:00

Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna gull- og silfursmiðja rekur sögu sína allt aftur til ársins 1924 og fer fyrirtækið því að nálgast 100 ára afmæli. Guðlaugur A. Magnússon gullsmiður hóf starfsemi sína á Ísafirði í febrúar árið 1924 með gull- og silfursmíðaverkstæði ásamt tilheyrandi verslun með framleiðslu verkstæðisins. Starfsemin fluttist til Reykjavíkur árið 1927 og hefur verið í höfuðborginni síðan þá. Auk úra og skartgripa hefur fyrirtækið verið framarlega í hönnun og framleiðslu borðbúnaðar.

Í dag er Erna til húsa að Skipholti 3, Reykjavík. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sara Steina Reynisdóttir, en faðir hennar, Reynir Guðlaugsson, var meistari smiðjunnar frá árunum 1952 til 2001.

Við hönnun gripa í Ernu er fornt handverk í hávegum haft og flestir munir eru handsmíðaðir. Hér að neðan er stiklað á stóru um nokkra merkilega gripi sem hafa verið þróaðir og hannaðir í Ernu:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Njáluarmbandið

Ríkarður Jónsson, einn fremsti listamaður þjóðarinnar á 20. öld, teiknaði armbandið fyrir Guðlaug A. Magnússon gullsmið, innblásinn af Njáls sögu. Karl Guðmundsson, myndskeri frá Þinganesi, er nam hjá Ríkarði, var fenginn til þess að skera út frumgerð armbandsins. Karl hannaði einnig silfurmuni sem framleiddir hafa verið, eins og armbandið hjá Gull-og silfursmiðjunni Ernu um áratuga skeið. Djúpar rætur magna glæsileik þessa fagra grips er fylgir eiganda sínum, tímalaust djásn. (verð 159.200,-).

Faber Islandicus

Herraskartgripalína sem á sér rætur í germanskri járnöld.
Massífir, verklegir hlutir, hringar (15.500,-) og ermahnappar (25.500,-).

Silfurborðbúnaður

Klassískur íslenskur silfurborðbúnaður með mynstrum sem hafa íslensk þemu, sum úr blómaríkinu. Gripir sem prýða borð hjá fagurkerum hér heima og erlendis – í raun eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi!

YRSA Reykjavík

Íslenskt úramerki þar sem nýjungar koma fram reglulega. Núna er sjöunda herraúrið í línunni komið fram en það er sjálfvinda (automatic). Bæði dömu- og herraúr eru framleidd í þessari flottu línu og eru þau á verðbilinu 15.000–50.000 kr.

Pierre Lannier

Kristal Line-úrin hafa slegið rækilega í gegn í Frakklandi og víðar. Skífan er úr Swarovski-kristöllum og verkið er svissneskt. Verðið er það sama og í heimalandinu Frakklandi (sem ekki er algengt á Íslandi), á bilinu 16.000 til rétt rúmra 20.000. Sending sem kom fyrir jól seldist upp á nokkrum dögum en núna er komin ný sending (úr á mynd sem fylgir greininni kostar 16.000 kr.).

Trúlofunarhringar

Úr gulli, hvítagulli, silfri, titanium, tungsten, palladíum og platínu. Verðbil frá 16.500 og upp úr (tungsten-par á mynd 19.500,-).

Verslunin að Skipholti 3 er opin virka daga frá kl. 10 til 18. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á vefsíðunni erna.is.

ATHS. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá þær í fullri stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum