fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Frumkvöðull í ökukennslu

Kynning

Ökuskólinn í Mjódd

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem gefur Ökuskólanum í Mjódd sérstöðu er markviss notkun ökuherma í náminu, bæði fyrir akstur bifreiða og bifhjóla. Blaðamaður prófaði að setjast í ökuhermi skólans og var það áhugaverð upplifun. Hann lenti meðal annars í þeim aðstæðum að bíll virti ekki stöðvunarskyldu og ók fyrir hann og hreindýr hljóp í veg fyrir bílinn. Einnig var prófaður akstur í myrkri þar sem skipta þarf á milli hárra og lágra ljósa þegar bílum er mætt, og akstur í hálku. Ökuhermirinn sýnir svart á hvítu hvað gerist við svona erfiðar aðstæður og uppákomur. Stöðvunarvegalengdin er mun lengri en margir gera sér grein fyrir, sem og höggþunginn við árekstur, sem sýnir að viðbragðið verður að vera gott og því afar nauðsynlegt að ökumenn séu með athyglina í lagi en henni sé ekki spillt með vímuefnum, þreytu og litlum svefni, eða símanotkun. Þá er afar algengt að fólk vanmeti vegalengdina að næsta bíl fyrir framan, nokkuð sem ökuhermirinn leiðir greinilega í ljós.

Ökuhermir.
Ökuhermir.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Starfsmenn Ökuskólans í Mjódd segja það miklu áhrifaríkara að láta nemendur upplifa hættuleg atvik í ökuhermi en greina frá þeim í kennslustund og engin hætta á að athyglin sé ekki í lagi þegar nemandinn fær hinar erfiðu akstursaðstæður beint í æð, ef svo má segja.

Ökuskólinn í Mjódd rekur uppruna sinn til Ökuskóla Ökukennarafélags Íslands sem stofnað var árið 1967 í aðdraganda að upptöku hægri umferðar hér á landi árið 1968. Skólinn hefur verið til í núverandi mynd frá árinu 1999 og er sá staður þar sem einna mest reynsla og þekking í ökukennslu hefur safnast saman.

Ökuskólinn í Mjódd hefur verið frumkvöðul lí mörgum þáttum ökunáms, segir Guðbrandur Bogason, ökukennari hjá skólanum: „Grunnstarfsemin byggist á ökukennslu til unglinga sem eru að taka bílpróf en síðan höfum við verið með bifhjólanámskeið fyrir stór bifhjól og við erum með námskeið til aukinna ökuréttinda, þ.e. meiraprófs. Þar vorum við frumkvöðlar þegar sú starfsemi fluttist frá ríkinu, en meiraprófið var einokað af ríkinu fram til ársins 1992. Eftir það erum við sá skóli sem helst byggir upp kennslu til meiraprófs.“

Kennslubílar í meiraprófi
Kennslubílar í meiraprófi

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Auk meiraprófs býður Ökuskólinn í Mjódd upp á námskeið fyrir leigubílstjóra í afleysingum sem tryggja þeim nauðsynleg réttindi og einnig eru í boði leyfishafanámskeið fyrir þá sem vilja gera út leigubíla. Enn fremur býður skólinn upp á bifhjólanámskeið og ökunám fyrir þá sem hafa misst ökuréttindi og vilja endurheimta þau.

Einn af áhugaverðustu þáttum í starfsemi Ökuskólans í Mjódd er ökunám fyrir seinfæra nemendur sem skólinn sinnir í samstarfi við félagið Fjölmennt. Er þess gætt að hafa námið á þeim hraða sem hentar hverjum nemanda en margir þessara nemenda þurfa mjög langan tíma.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þrír fastir starfsmenn eru hjá Ökuskólanum í Mjódd en fjölmargir starfa fyrir skólann sem verktakar og eru um 20 ársverk hjá fyrirtækinu. Nemendur eru afar margir á hinum ólíku sviðum, alls um 2.000 á ári. Sem dæmi þá eru nú sem stendur um 50 Pólverjar í meiraprófsnámi í skólanum en flestir þeirra eru væntanlegir strætisvagna- og rútubílstjórar.

Ökuskólinn í Mjódd stendur afar vel að vígi hvað varðar tækjabúnað og aðstöðu en áður eru nefndir fullkomnir ökuhermar fyrir bifreiða- og bifhjólaakstur. Auk þess eru fjórar vel búnar kennslustofur í húsakynnum skólans. Enn fremur býður skólinn upp á netnám á Ökuneti sínu. Guðbrandur segir að netnámið hafi ýmsa kosti en geldur varhug við því að á það sé treyst eingöngu hvað varðar bóklega námið:

„Það er svo mikið sem tapast þegar engin mannleg nærvera er til staðar. Til dæmis eru nemendur tregari til að spyrja þegar þeir þurfa að skrifa fyrirspurnina og bíða svars. Enn fremur eru samræður miklu meira lifandi í hópi en á netinu. Þetta er gott allt hvert með öðru en staðarkennsla er nauðsynleg samhliða netnáminu.“

Hann bendir einnig á að viðhorfsmótun sé afar mikilvæg í ökunámi og ábyrgðarfullan akstur sé aðeins hægt að innræta nemendum í návígi, ekki með verkefnum á netinu.

Nánari upplýsingar um Ökuskólann Mjódd eru á vefsíðunni bilprof.is. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 567-0300.

Bifhjólahermir
Bifhjólahermir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum