fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Myndlist snillingsins Jóns Engilberts lifir áfram í fallegum hönnunarvörum

Kynning

Engilberts hönnun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engilberts hönnun er hönnunarfyrirtæki í eigu Grétu Engilberts og Hjartar Sólrúnarsonar. Bæði eru þau hugmyndaríkir listamenn en í vörum fyrirtækisins öðlast myndlist Jóns Engilberts nýtt líf. Hann var einn fremsti myndlistarmaður Íslendinga á 20. öld en Gréta Engilberts er dótturdóttir Jóns og kynntist bæði manninum og list hans náið á unga aldri.

„Jón skar sig úr og var stórmerkilegur maður. Ég ólst upp hjá honum og bjó hjá honum alla tíð. Í mínum augum var hann ástarmálari þjóðarinnar á síðustu öld. Þetta voru afar rómantískar myndir. Hann var afskaplega hrifinn af konum og þá meina ég ekki á óviðeigandi hátt, hann var afar góður við sína eiginkonu en var hugfanginn af kvenlegri fegurð og ástinni. Hann bar líka mikla virðingu fyrir konum og kom þannig fram við þær. Hann var mjög ljúfur og góður maður en þurfti að berjast hart fyrir sínu á tímum þegar ekki ríkti kannski mikill skilningur á myndlist hér á landi. Þetta voru erfiðir tímar. Hann lærði í Danmörku og var þá hluti af frægum hópi myndlistarmanna sem kölluðu sig Kammeraderne. Hann var búinn að öðlast ákveðinn sess í Danmörku og hefði getað náð enn lengra en flúði heimsstyrjöldina síðari til Íslands.“

Umræddur hópur var mikið í grafík og segir Gréta að Jón hafi verið í hópi fárra listamanna sem voru brautryðjendur í grafíklist hér á landi. Hann málaði jafnframt fígúratívar myndir af fólki sem og abstraktmyndir og myndir sem voru mitt á milli þess að vera fígúratívar og abstrakt.

Í ýmsum hönnunargripum Grétu lifir myndlist Jóns Engilberts áfram og skilar sér til almennings. Þar má nefna boli, slæður, klúta og skjólur (buff). Þetta eru ákaflega falleg klæði og fegurð myndlistar Jóns rennur þar saman við smekklega og listræna hönnun Grétu. Ónefndir eru fiber-klútar til afþurrkunar á gleraugum, og púðar sem eru mikil heimilisprýði.

Til hliðar við þetta hannar Gréta líka fallega skartgripi, meðal annars úr leðri og nikkelfríum efnum sem eru ekki ofnæmisvaldandi.

Athygli vekur hvað verðlagt er lágt hjá Engilberts hönnun þegar haft er í huga að hér er um að ræða vandaða íslenska hönnun. Sem dæmi má nefna að bolir – en þeir eru fyrir bæði kynin – eru á aðeins 6.900 krónur, slæður eru á 12.900 krónur og skjólurnar (buffin) á 4.500 krónur.

„Það er einfaldlega stefna hjá mér að bjóða íslenska hönnun á þannig verði að allir geti haft efni á henni,“ segir Gréta.
Vefverslunin er á vefslóðinni engilberts-honnun.is en margir hafa gaman af að koma í verslun Grétu, skoða úrvalið og gera góð kaup. Verslunin er til húsa að Rofabæ 9, opið er virka daga frá kl. 14 til 18 og laugardaga frá 11 til 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum