fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Þjóðhátíðargestir kynnast einum besta veitingastað á Íslandi

Kynning

Slippurinn, Vestmannaeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. júlí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra valdi White Guide, sömu aðilar og eru með Michelin Guide, Slippinn í Vestmannaeyjum næstbesta veitingastað landsins, en White Guide greinir sérstaklega frá bestu veitingastöðunum á Norðurlöndum. Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingastaður sem var stofnaður fyrir fjórum árum og fer núna inn í sitt fimmta rekstrarsumar. Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi DV en hann rekur staðinn ásamt foreldrum sínum, Katrínu Gísladóttur og Auðuni Stefnissyni, og systur sinni, Indíönu Auðunsdóttur. Eitt af sérkennum Slippsins er mikil áhersla á ferskt, árstíðabundið hráefni af svæðinu.

Mynd: MALI LAZELL

„Við erum afar stolt af fiskmetinu og sjávarfanginu okkar en við erum líka með kjötrétti og fleira. Einnig erum við með mjög áhugavert drykkjaúrval, marga kokteila með hráefni af eyjunni. Við erum til dæmis með kokteila úr blóðbergi og úr hvönn og kerfli, rabarbara og mörgu fleiru. Við förum því nýjar leiðir og erum um leið mjög „lókal“. Við förum út um alla eyju og tínum jurtir til að nota í matargerðina. Síðan fáum við ferskan fisk til okkar á hverjum degi. Sem dæmi má nefna sólkola sem er einmitt bestur á þessum tíma árs. Við notum líka til dæmis alltaf ferska hrefnu. Okkar markmið er að gera Vestmannaeyjar að matarperlu og við förum alla leið í því,“ segir Gísli.

Hann segir að Slippurinn breyti í engu áherslum sínum um verslunarmannahelgina til að þjóðhátíðargestir geti kynnst staðnum eins og hann er vanalega og því sem hann er þekktur fyrir. Verð hækkar heldur ekki eins og tíðkast hjá mörgum stöðum á háannatímum. Slippurinn er með stóran matsal og tekur 120 manns í sæti. Tekst því yfirleitt vel að sinna þeim mikla fjölda gesta sem vilja snæða á staðnum.

„Það er oftast troðfullt hjá okkur og að því leyti er verslunarmannahelgin engin breyting fyrir okkur en kúnnahópurinn breytist því það koma nær eingöngu þjóðhátíðargestir sem fylla eyjarnar yfir helgina, sem er hið besta mál. Sumt af þessu fólki sem kemur til okkar er orðið dálítið þreytt á skyndibitanum og vill bara borða góðan mat.“

Afgreiðslutíminn á Slippnum breytist hins vegar um verslunarmannahelgina með tilliti til hátíðarhaldanna. Vanalega er opið í tvennu lagi, frá 12 til 14.30 og síðan kvöldopnun frá 17 til 22. Að þessu sinni verður opið í einu lagi, frá 12 til 20. Um kvöldið fara nær allir inn í dalinn og því engum viðskiptavinum til að dreifa. Auk þess vill Slippurinn gefa sínu starfsfólki tækifæri til að taka þátt í hátíðarhöldunum er kvölda fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum