fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FókusKynning

Silkiprent með einstaka sérhæfingu

Kynning

„Við merkjum allt,“ – Bíla, skilti, rúllustandar, límmiðaprentun og margt fl.

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. febrúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silkiprent flutti starfsemi sína í glæsilegt húsnæði í Grandatröð 3b í Hafnarfirði fyrir þremur árum. Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, eigandi Silkiprents, hefur rekið fyrirtækið í 43 ár eða frá stofnun þess í september 1972 og hefur það verið fjölskyldufyrirtæki alla tíð. „Silkiprentun var okkar fag í byrjun en margt hefur breyst á þessum tíma. Það helsta er að silkiprentun hefur dregist saman vegna tilkomu „digital“ prentunar og eru nú límmiðar, skilti, bílamerkingar og útifánar í minna upplagi „digital“ prentaðir en silkiprentuð í stærra upplagi,“ segir Sveinbjörn.

Sérhæfa sig í fánum

Silkiprent er fyrsta fyrirtækið til að framleiða útifána á Íslandi og allar götur síðan hafa allar breytingar á útifánum komið frá Silkiprent. „Við erum brautryðjendur í silkiprentuðum útifánum hér á landi og er það enn okkar stærsti framleiðsluþáttur. Við leitumst við að þróa fánana og finna bestu mögulegu lausn fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Sveinbjörn. „Við höfum fundið frábært nýtt efni í útifánana sem er sérinnflutt frá Frakklandi. Það kemur í staðinn fyrir gatað efni sem við notuðum í mörg ár. Þetta efni hefur alla sömu eiginleika og eldra efnið. Eini munurinn er sá að það eru engin göt sem að þýðir margfalt flottari prentun. Efnið er léttara sem gefur betri endingu og liturinn er jafnsterkur báðum megin,“ segir Sveinbjörn. „Við bjóðum að sjálfsögðu upp á gataða efnið ef viðskiptavinurinn vill það frekar,“ bætir hann við. „Okkar sérstaða eru fánarnir. Við gerum ýmiss konar aðra fána eins og til dæmis borðfána, hátíðarfána, strandfána og alla heimsins þjóðfána“ segir Sveinbjörn. „En við erum auðvitað í öðru líka,“ segir hann í framhaldinu.

Merkja allt

„Við merkjum allt,“ segir Sveinbjörn. „Við merkjum bíla, gerum skilti, rúllustanda, prentum límmiða, plastkort sem eru sams konar og greiðslukortin og ótal margt fleira,“ bætir hann við. „Við prentum til dæmis á striga líka. Bæði listaverk og ljósmyndir,“ segir hann. Auk þess segir Sveinbjörn frá MUTOH Digital-prentaranum sem hann notar til að prenta hágæða litmyndir beint á límdúk og pappír. Um er að ræða hraðvirkan prentara sem prentar risamyndir í fjórum litum en með honum er tilvalið að prenta stórar myndir á bíla, skilti, segldúk og skreytingar í glugga sem þurfa að þola sólarljós. „Það er fátt sem við leysum ekki, við bjóðum til dæmis afhendingu á útifánum samdægurs pantir þú fána kl. 09.00, þá eru þeir tilbúnir kl. 16.00,“ segir Sveinbjörn. Silkiprent er opið alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum