fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Fyrir fólk sem ætlar að hætta notkun munntóbaks um áramótin er Kickup góð staðgönguvara í stað tóbaksins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. desember 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notkun munntóbaks er óhollur siður sem getur valdið krabbameini meðal annars í nefi, munni og hálsi auk þess sem það fer illa með slímhúð í munni. Notkun munntóbaks hefur farið vaxandi undanfarin ár, ekki síst hjá ungum karlmönnum og meðal íþróttafólks. Erfitt er að venja sig af notkun munntóbaks en þar kemur Kickup inn sem góður valkostur. Kickup er vara sem ætluð er þeim sem vilja hætta notkun munntóbaks eða draga úr neyslu þess. Varan er framleidd í Svíþjóð og kemur í pokum sem eru skaðlausir með öllu.

Guðmundur Már Ketilsson er eigandi KickUp á Íslandi:
„Varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín en innihaldið byggir að miklu leyti á tei og síðan eru alls kyns vítamín og steinefni, ennfremur gingseng og náttúrulegt koffín. Kickup kemur í fjórum bragðtegundum, ein heitir Kickup Strong vegna þess að í henni er meira magn af náttúrulegu koffín en í hinum. Kickup Salmiak er með lakkrísbragði og svo er Kickup Softmint með mintubragði. Síðan er það Real White Softmint en þar eru pokarnir hvítir og meðal innihaldsefna er xylitol sem er m.a. að finna í Extra tyggigúmmí. Allar vörur frá Kickup eru skaðlausar með öllu og hjálpa meira að segja til við að vernda tennur og góm.”

Guðmundur Már bendir á að KickUp sé góður kostur fyrir íþróttafólk sem tekur í vörina og alla aðra sem vilja venja sig af munntóbaki:
„Yfirskriftin okkar er „Skynsamlegur valkostur í stað tóbaks og nikótíns“. Þeir sem taka í vörina vita að 90% af fíkninni er að hafa eitthvað undir vörinni. Oft eru menn að setja í vörina á sér þó að nikótínþörfin sé ekki til staðar, þeir verða bara að hafa eitthvað undir vörinni. Með Kickup kemur þessi sviði sem fólk er að sækjast eftir þannig að líkindin við að neyta venjulegs munntóbaks eru til staðar.“

KickUp er selt í flestum verslunum, meðal annars Bónus, apótekum, 10-11, Iceland og víða annars staðar.

„Þó að engin lög um aldurstakmarkanir séu til um þess vöru þar sem hún flokkast sem fæðubótarefni þá höfum við beint þeim tilmælum til söluaðila að selja KickUp ekki fólki undir 16 ára aldri, meðal annars til að koma í veg fyrir mögulega misnotkun. Ég veit síðan að apótek selja vöruna ekki fólki undir 18 ára aldri,“ segir Guðmundur Már að lokum.

Óhætt er að mæla með KickUp fyrir alla sem ætla að strengja þess heit um áramótin að hætta notkun munntóbaks. KickUp gæti verið það sem ræður úrslitum við að láta áramótaheitið endast.

Facebooksíða KickUp á Íslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum