fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FókusKynning

Nýjar skrifstofur, ný vöruafgreiðsla og safnstöð opnuð í Hamborg

Kynning

Frakt flutningsmiðlun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. október 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakt flutningsmiðlun hefur skapað sér sérstöðu á flutningamarkaðnum með einstaklega fljótum afgreiðslutíma og afar gegnsærri þjónustu. Fyrirtækið var stofnað árið 2010. Nýlega flutti Frakt skrifstofur sínar frá Stórhöfða að Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Nýja húsnæðið er Sundaboginn sem áður hýsti höfuðstöðvar Olíuverslunar Íslands. Skrifstofa Fraktar er á jarðhæð en þar er gott aðgengi fyrir viðskiptavini og næg bílastæði.

Frakt hefur jafnframt samið við Fraktlausnir ehf um aksturs- og vöruhúsaþjónustu. Vöruhús Fraktlausna er staðsett að Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík, og er opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:30.

Þessar breytingar munu skila auknu hagræði og skilvikni í vöruafgreiðslu og annarri starfsemi fyrirtækisins.

Vikulegar sjósendingar frá Þýskalandi

Frakt flutningsmiðlun hefur nú í samstarfi við hið trausta og virta fyrirtæki NVO í Þýskalandi opnað safnstöð í Hamborg. Vöruhús NVO er við bæjardyrnar í Hamborg sem þýðir að kostnaður við að koma safngámum til hafnar er mjög lítill. Frakt getur því boðið viðskiptavinum sínum flutninga á mjög hagstæðu verði frá Þýskalandi með vikulegum siglingum á þriðjudögum. Þar að auki er Frakt með vikulegar siglingar frá helstu höfnum Evrópu, meðal annars Rotterdam, Immingham og Hirtshals í Danmörku.

Flugfrakt

Frakt flutningsmiðlun er með reglulegar flugsendingar til og frá öllum heimshornum. Í samstarfi við sérvalda samstarfsaðila um allan heim eru vörusendingar sóttar hratt og örugglega með flugi. Sérþekking fyrirtækisins á flutningsleiðum til landsins ásamt sveigjanlegum lausnum tryggja hagkvæman flutning frá hvaða stað sem er, í góðu samstarfi við flugfélög sem fljúga til landsins. Þannig næst tilætlaður árangur og sendingin kemst fljótt og örugglega á leiðarenda.

Frakt í takt við tímann

Ofanritað er slagorð fyrirtækisins og það endurspeglast bæði í skjótum svörum við fyrirspurnum um flutningstíma og stöðugri upplýsingagjöf um flutningsferlið sem viðskiptavinurinn fær að frumkvæði Fraktar flutningsmiðlunar:
„Við höfum búið til afar vel útfært kerfi sem gerir okkur kleift að senda stöðugt frá okkur upplýsingar um stöðu vörusendingarinnar hverju sinni. Hvar varan er stödd í heiminum hverju sinni og hvenær hún er væntanleg. Við tökum því sem mjög jákvæðu merki um ánægju viðskiptavina að hjá okkur hringir síminn nánast ekkert. Við höfum sjálfir frumkvæði að því að senda frá okkur upplýsingarnar og viðskiptavinirnir sjá sjaldan tilefni til að hringja og spyrjast fyrir. Við erum alltaf búnir að upplýsa um allt sem þarf að upplýsa,“ segir Bjarni Steinar Bjarnason, sölu- og markaðsstjóri Fraktar.

Bjarni segir enn fremur að það séu þrjú lykilatriði sem skipti sköpum í rómaðri þjónustu fyrirtækisins. Í fyrsta lagi sé það einstaklega hæft starfsfólk – en fyrirtækið skipar gríðarlega reynslumikið fólk sem þekkir flutningamarkaðinn vel. Í öðru lagi hefur fyrirtækið afskaplega góða og trausta samstarfsaðila sem þekkja íslenskar aðstæður. Í þriðja lagi eru það góð kerfi í upplýsingamiðlun innandyra sem tryggja þjónustuna.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið og þjónustuna eru á vefsíðunni frakt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum