fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, réð Jón Baldvin Hannibalsson sem verktaka á dögunum þrátt fyrir mótmæli starfsmanna. Fjöldi kvenna hefur stígið fram nýverið og lýst kynferðislegri áreitni hans, margar í Stundinni en það er þó ekki í fyrsta skiptið sem Jón Baldvin er sakaður um slíkt.

Sjá einnig: Laufey og Carmen flúðu heimili Jóns Baldvins: „Við heyrðum Jón Baldvin sturlaðan, öskrandi, þegar við fórum út“

Fyrst var getið um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins í fréttum fyrir nokkrum árum er í ljós kom að hann hafði skrifað mjög vafasöm bréf til kornungrar frænku sinnar.

Stundin greinir frá því að Jón Baldvin og eiginkona hans, Bryndís Schram, hafi verið ráðin sem verktakar á RÚV í haust. Þættinum, sem fjallar um ferðalög þeirra í Asíu, var útvarpað þar síðasta sunnudag. Heimildir Stundarinnar herma að nokkrir starfsmenn RÚV hafi mótmælt þessu í haust.

Sjá einnig: Hrafn Jökulsson segir Jón Baldvin hafa skrifað nemendum sínum í Hagaskóla ástarbréf

Þröstur Helgason dagskrástjóri viðurkennir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að skiptar skoðanir hafi verið um ráðningu Jóns Baldvins. Hann segir að Jón Baldvin og Bryndís hafi átt frumkvæði að þáttunum. Þau hafi fengið sambærilega greiðslu og aðrir verktakar hjá RÚV.

Sjá einnig: Aldís opnar sig um föður sinn: „Jón Baldvin í dyragættinni, flaggandi kynfærum sínum framan í mig, ég þá 5 ára“

„Dagskrá og þáttagerð á Rás 1 og öðrum miðlum RÚV byggir á ritstjórnarlegu samtali sem er bæði mikið og opið. Aðkoma Jóns Baldvins að nefndum þætti var rædd og voru skiptar skoðanir eins og um margt sem ratar á dagskrá í miðlum RÚV. Dagskrárráð Rásar 1 fjallar um dagskrá rásarinnar og ákvarðar hana en dagskráin er líka kynnt og rædd á ritstjórnarfundum rásarinnar. Jóladagskráin var sömuleiðis kynnt og rædd á opnum upplýsingafundi í byrjun desember sem var öllum starfsmönnum RÚV aðgengilegur,“ segir Þröstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi