fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Hrafn Jökulsson segir Jón Baldvin hafa skrifað nemendum sínum í Hagaskóla ástarbréf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. janúar 2019 21:00

Jón Baldvin Vafasamur sprúttdíll.

Hrafn Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins og núverandi formaður skákfélagsins Hróksins, segir að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi stundað að senda barnungum nemendum sínum ástarbréf er hann var kennari í Hagaskóla fyrir um 50 árum. Hrafn tekur til máls í tilefni af umfjöllun fjölmiðla nú um stundir um ásakanir á hendur Jóni Baldvini. Hrafn og Jón Baldvin voru um tíma samflokksmenn í Alþýðuflokknum. Hrafn skrifar stuttan pistil um málið á Facebook-síðu sína:

„Ég þekki konu, sem barnung var nemandi JBH í Hagaskóla. Hún var svo sannarlega ekki geðveik, og ég hefði trúað henni samt. Stálgreind (einsog reyndar margir sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þótt sjálf væri hún fullfrísk á geði), bráðskemmtileg og með báða fætur hér í veruleikanum okkar. Vinnur og hefur í áraraðir unnið við háskóla, einkum við að hjálpa öðrum. Hún sagði mér að kennarinn — JBH — hefði mjög tíðkað að skrifa völdum barnungum stúlkum í bekknum ,,ástarbréf“ með tillögum um hvernig fylgja mætti þeirri ,,ást“ eftir. Því miður heyrði ég þetta ekki fyrr en löngu eftir að pólitískri samleið okkar JBH lauk. Þá hefði orðið fátt um kveðjur. Síðan átti margt eftir að koma í ljós.“

Fyrst var getið um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins í fréttum fyrir nokkrum árum er í ljós kom að hann hafði skrifað mjög vafasöm bréf til kornungrar frænku sinnar. Í bréfunum lýsti hann meðal annars samförum sínum og eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram. Undanfarna daga hefur verið getið um fjölmargar ásakanir á hendur Jóni Baldvini um kynferðislega áreitni í gegnum langt tímabil. DV greindi frá nýjustu ásökuninni um atvik sem á að hafa átt sér stað á heimili Jóns Baldvins eftir leik Íslands og Argentínu á HM síðastliðið sumar. Þar lýsir Carmen Jóhannsdóttir meintri áreitni Jóns Baldvins svo:

„Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Stundin greinir frá viðamiklum ásökunum á hendur Jóni Baldvini fyrir kynferðislega áreitni, meðal annars ásökunum fyrrverandi nemenda hans í Hagaskóla.

Jón Baldvin Hannibalsson var um árabil formaður Alþýðuflokksins. Hann var utanríkisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1991-1995 undir forsæti Davíðs Oddssonar. Meðal frægra verka Jóns Baldvins sem ráðherra var gerð EES-samningsins við Evrópusambandið og viðurkenning á sjálfstæði Litháens sem á þeim tíma háði harða sjálfsæðisbaráttu við Sovétríkin.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sváfu hjá sama manninum: Íslensk fitness-drottning dæmd fyrir slagsmál á Þjóðhátíð

Sváfu hjá sama manninum: Íslensk fitness-drottning dæmd fyrir slagsmál á Þjóðhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hríðarveður í kvöld og færð gæti spillst

Hríðarveður í kvöld og færð gæti spillst