fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 10:25

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, sem hefur verið sakaður af tugum kvenna um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi, skrifar pistil sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Fyrirsögn pistilsins er „Til varnar femínisma“, sem hlýtur að koma nokkuð á óvart miðað við hvernig hann hefur talað undanfarið.

Jón Baldvin talar þó fyrst og fremst um mál sem kom upp í Kanada þar sem maður var ranglega sakaður um nauðgun. Þó Jón Baldvin segi það ekki berum orðum þá má telja líklegt að hann sjái sig í þessum manni.

„Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada. Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper,“ skrifar Jón Baldvin.

Hann heldur áfram að lýsa þessu máli. „En smám saman spurðist það út, að hinn skapandi rithöfundur væri sakaður um nauðgun. Hann átti að hafa nauðgað nemanda sínum. Rektor, og samstarfskonur hennar í deild skapandi lista, voru lofsungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa rekið hann. Svona eiga sýslumenn að vera, var sagt. „Zero tolerance“ – ekkert umburðarlyndi – gagnvart ofbeldi gegn konum. Konurnar sem réðu lögum og lofum í Háskólanum í British Columbia voru sagðar vera öðrum til fyrirmyndar,“ segir Jón Baldvin.

Hann segir að þessum manni hafi verið útskúfað. „Sökudólgurinn sætti allsherjar fordæmingu. Bækur hans voru fjarlægðar úr hillum bókaverslana. Líka af bókasöfnunum. Honum var úthýst úr akademíunni. Hann var samkvæmt helstu álitsgjöfum og virtum fjölmiðlum orðinn „óalandi og óferjandi“ í siðaðra manna samfélagi. Einstaka hjáróma raddir sungu ekki með í kórnum. Tveir fyrrum samstarfsmenn hins fordæmda voru tregir til að trúa áburðinum. Þeir spurðu sjálfa sig og aðra óþægilegra spurninga. Þeir spurðust fyrir um málsatvik. Þeir heimtuðu gögn. Spurðu hvar og hvenær? En stjórn UBC vísaði áleitnum spurningum á bug. Þær þögguðu niður efasemdaraddir. Þær sögðu, að svona tal bæri vott um lítilsvirðingu á konum. Eins og að konum væri ekki treystandi í svona málum. Dæmigert fyrir karlaveldið,“ skrifar Jón Baldvin.

Hann lýsir því svo hvernig þessi maður hafi síðar reynst saklaus. „Smám saman fóru að heyrast raddir um að jafnvel hinn fordæmdi ætti sinn rétt: „Guilty because accused“ – að ákæran jafngilti sekt – meintur þolandi hafi alltaf rétt fyrir sér – stæðist varla mannréttindakröfur í réttarríki. „Condemnation without trial“ – dæmdur án réttarhalds – væri varla nógu gott heldur. Þar kom, að virtur hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi dómari í Hæstarétti Kanada, Mary Ellen Boyd, var beðin að rannsaka málið. Hún tók sér góðan tíma. Af laði gagna. Hafði uppi á vitnum og stýrði vitnaleiðslum. Rannsakaði málið ofan í kjölinn. Niðurstaðan kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: „Not guilty“. Hinn fordæmdi var saklaus. Það var engin nauðgun,“ segir Jón Baldvin.

Hann segir að þessi kona hafi sakað manninn um nauðgun til að klekkja á honum. „Kona, sem hafði haldið við kvæntan mann, laug þessu upp til að klekkja á honum. Sumir notuðu orðið „réttarmorð“. En þeir voru minntir á, að það var ekkert réttarhald. Brottrekstur mannsins var geðþóttaákvörðun „utan við lög og rétt – án dóms og laga. Konur, sem sumar hverjar böðuðu sig í sviðsljósi #metoo-hrey f ingarinnar, höfðu í nafni kvenréttinda brotið mannréttindi á saklausum manni. Þetta var „réttarmorð“. En utan við lög og rétt. Þær höfðu tekið sér ráðningarvald, ritskoðunarvald og sjálft dómsvaldið. Allt í nafni þess að „þolandinn“ hefði alltaf rétt fyrir sér. Samt ekki „þolandinn“ í þessu tilviki,“ segir Jón Baldvin.

Hann segir að líf þessa manns hafi verið rústir einar eftir þetta atvik. „Eftir algera útskúfun úr samfélaginu og linnulaust níð í fjölmiðlum mánuðum saman varð niðurstaðan að lokum sú, að háskólanum var gert að borga Galloway 167 þúsund Kanadadollara í miskabætur (um 20 millur ísl.). En hverju var hann bættari? Líf hans var í rúst. […] Þetta mál hefur klofið #metoohreyfinguna og akademíska samfélagið í Kanada í tvær andstæðar fylkingar. Með eða móti réttarríkinu. Málið er orðið hápólitískt. Það snýst ekki bara um kvenréttindi. Það snýst um mannréttindi,“ segir Jón Baldvin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“