fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Kynferðisleg áreitni innan OR: Hildur segir málinu ekki lokið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 08:08

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að áreitnimáli sem kom upp innan samstæðunnar í vikunni sé engan veginn lokið. Málið hófst með tilkynningu Einars Bárðasonar um óviðeigandi hegðun Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Stjórnarfundur í OR var í kjölfarið kallaður saman og var Bjarna Má sagt upp störfum.

Bjarni skýrði frá því í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði sent óheppilegan tölvupóst á samstarfsfólk. Deildi hann þar frétt af Smartlandi Morgunblaðsins þar sem fullyrt er að hjólreiðar séu góðar fyrir kynlífið. „Grunaði mig ekki“ skrifaði hann með fréttinni og lét einnig fylgja með broskall.

En samkvæmt pistli Einars Bárðasonar er þetta langt frá því eina vafasama atvikið varðandi hegðun Bjarna og tiltekur Einar mörg önnur verri.

Hildur Bjarnadóttir telur málinu hins vegar engan veginn lokið með brottrekstri Bjarna Más og telur að kanna verði kynferðislega áreitni innan samstæðu OR. Hún skrifar:

Sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hef ég síðustu sólarhringa fengist við þau erfiðu mál innan samstæðunnar sem ratað hafa í fjölmiðla. Sú framkoma og sá kúltúr sem lýst hefur verið á ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. Mér þykir rétt að árétta að ýmsum spurningum er enn ósvarað og málinu því ekki lokið.

Alþjóðleg bylgja frásagna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu misseri hefur leitt í ljós alvarlega brotahegðun á fjölmörgum vinnustöðum sem verður að uppræta. Málið sem hér um ræðir er af sama meiði og er litið alvarlegum augum. Í framhaldinu þykir mér rétt að vinnustaðamenning samstæðunnar verði skoðuð svo sambærileg hegðun geti ekki endurtekið sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“