fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Alexandra fordæmir málflutning Öldu og Sæborgar: „Í beinni mótsögn við okkar stefnu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, frambjóðandi Pírata og baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks, fordæmir ummæli Öldu Villiljósar og Sæborgar Ninju um karlmenn. Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sögðu þær að karlmenn ættu skilið að deyja og að þær litu á þá sem kakkalakka.

Sjá einnig: Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka“

Alda, sem er formaður Trans Íslands, og Sæborg héldu á dögunum erindi fyrir fullum sal Pírata á viðburði á vegum femínistafélags flokksins.

Sjá einnig: Sæborg og Alda segjast hafa verið að grínast

Málið vakti nokkra athygli á Pírataspjallinu í gær, þar fullyrti Sæborg meðal annars að hún væri að fara að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra í dag og hefði þar af leiðandi ekki tíma til að ræða málið, samkvæmt upplýsingum frá Ráðhúsi Reykjavíkur stendur það ekki til að borgarstjóri hitti Sæborgu.

Alexandra Briem tjáir sig um frétt DV á Pírataspjallinu í dag og segir að málflutningur Öldu og Sæborgar sé „í beinni mótsögn við okkar stefnu og áherslur í jafnréttismálum“ og að ekkert í þá veru hafi komið fram á fundi Femínistafélags Pírata. „Persónulega fordæmi ég svona tal, bæði sem pírati, feministi og sem meðlimur í Trans Ísland,“ segir Alexandra.

Hún segir málið afleitt fyrir réttindabaráttu trans fólks: „Ég get alveg sagt líka bara sem trans kona að mér finnst þetta afleitt fyrir félagið Trans Ísland og réttindabaráttu trans fólks, get ekki með nokkru móti skilið hvaða tilgangi þetta hefur átt af þjóna og hef raunverulegar áhyggjur af því að þetta hafi áhrif á stöðu trans fólks.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður Femínistafélags Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður Femínistafélags Pírata, segir í samtali við DV að hún taki í sama streng og Alexandra. „Ég styð það sem Alexandra segir, þessir einstaklingar verða að bera ábyrgð á eigin ummælum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi