Fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um helgina – Úrskurðaður látinn í gær


Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri, er látinn. RÚV greinir frá að sá látni heiti Eiríkur Fannar Traustason.
Hann afplánaði fimm ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Hæstarétti um mitt ár 2016 fyrir að nauðga franskri stúlku í Hrísey. Þá var annað kynferðisbrot Eiríks Fannars gegn ungri íslenskri stúlku í ákæruferli hjá héraðssaksóknara. Það mál mun nú falla niður.
Þá greindi DV frá því að Eiríkur Fannar hefði fengið hlé frá afplánun vegna alvarlegra veikinda í fjölskyldu hans. Talsvert var fjallað um málið en Eiríkur Fannar hóf aftur afplánunun í Fangelsinu á Akureyri í byrjun þess árs.
Hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í laugardag og var fluttur, þungt haldinn, á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan úrskurðaður látinn í gær.