fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Er þetta myndband sönnun fyrir því að geimverur eru til?

Bandarískir orrustuflugmenn orðlausir vegna sporöskjulaga hlutar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir óútskýrðan hlut á sveimi er meðal þeirra gagna sem nýlega voru gerð opinber af bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon.

Eins og DV fjallaði um í morgun varði ráðuneytið 22 milljónum Bandaríkjadala árlega, á árunum 2007 til 2012, í rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum.

Verkefnið kallaðist „Advanced Aerospace Threat Identification Program“ og var komið á laggirnar að frumkvæði Harry Reid, þáverandi þingmanns demókrataflokksins.

Á meðfylgjandi myndbandi, sem Washington Post fjallaði um um helgina, kemur fram að orrustuflugmenn hafi orðið orðlausir þegar þeir komu auga á óútskýrðan sporöskjulaga hlut á sveimi skammt frá þeim. Á myndbandinu má sjá hlutinn kyrrstæðan, eða því sem næst, áður en hann flýgur burt á ógnarhraða.

Enginn virðist vita með vissu hvað þetta var sem flugmennirnir sáu en myndbandið var eitt þeirra verkefna sem Pentagon fékkst við á sínum tíma.

Luis Elizondo, fyrrverandi stjórnandi verkefnisins, hafði veg og vanda að því að birta myndbandið opinberlega. Hann segir að myndbandið eitt og sér geti komið flugmönnum að gagni en einnig varpað meira ljósi á þessa starfsemi innan Pentagon á sínum tíma – starfsemi sem fór ekki hátt á þeim árum sem hún stóð yfir. Verkefnið var lagt á hilluna árið 2012 þar sem önnur verkefni þóttu mikilvægari.

Elizondo segir að á þeim árum sem verkefnið stóð yfir hafi yfirvöld aldrei fengið í hendurnar neinar haldbærar sannanir fyrir tilvist geimvera. Elizondo segir þó að þau gögn sem hann hafi safnað eigi skilið að fá meiri athygli.

Harry Reid sagði á Twitter-síðu sinni um helgina, eftir að fjallað var um verkefnið, að sannleikurinn væri þarna úti. Vísaði hann í X-Files þættina sálugu. Gagnrýndi hann að varnarmálaráðuneytið notaði ekki meira fjármagn í rannsóknir af þessu tagi.

„Ef einhver heldur því fram að hann hafi svörin þá er hann að blekkja sjálfan sig. Við vitum ekki svörin en við erum með mikið af gögnum sem styrkja okkur í því að við eigum að spyrja spurninga. Þetta snýst um vísindi og þjóðaröryggi. Ef Bandaríkin eru ekki í forystu um að afla svara við þessum spurningum þá gera aðrir það.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=tf1uLwUTDA0&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi