fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjastjórn eyddi milljörðum í rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum – „Sannleikurinn er þarna úti“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. desember 2017 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2007 til 2012 eyddi bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, 22 milljónum dollara árlega í rannsóknir á svokölluðum fljúgandi furðuhlutum (UFO). Verkefnið kallaðist „Advanced Aerospace Threat Identification Program“ og var komið á laggirnar að frumkvæði Harry Reid, þáverandi þingmanns demókrataflokksins.

New York Times skýrir frá þessu. Í umfjölluninni kemur fram að verkefnið hafi verið lagt á hilluna 2012 þar sem önnur verkefni þóttu mikilvægari og fjármunirnir hafi verið settir í þau. 22 milljónir dollara svara til um 2,3 milljarða íslenskra króna.

Harry Reid segir að þrátt fyrir þetta hafi verkefnið verið mikilvægt og nauðsynlegt. Hann sagðist ekki skammast sín fyrir að hafa verið í forsvari fyrir að verkefnið var sett á laggirnar.

„Ég skammast mín ekki fyrir þetta og ég er ekki leiður yfir að hafa komið þessu á laggirnar. Mér þetta vera eitt að því góða sem ég gerði á þingmannsferli mínum. Ég gerði eitthvað sem enginn hafði gert áður.“

Á meðan verkefnið stóð yfir voru mörg mál rannsökuðu. New York Times segir að meðal þessara mála séu myndbands- og hljóðupptökur úr herflugvélum þar sem óþekktir hlutir sjást og einnig voru tekin viðtöl við fólk sem segist hafa séð fljúgandi furðuhluti.

Eftir að New York Times skýrði frá málinu tjáði Harry Reid sig um það á Twitter:

„Sannleikurinn er þarna úti. Í alvöru.“

Sagði hann og vísar þarna í einkennisorð X-Files sjónvarpsþáttanna sem snúast einmitt að miklu leyti um rannsóknir á yfirskilvitlegum atburðum og koma fljúgandi furðuhlutir þar oft við sögu og bætti við:

„Ef einhver heldur því fram að hann hafi svörin þá er hann að blekkja sjálfan sig. Við vitum ekki svörin en við erum með mikið af gögnum sem styrkja okkur í því að við eigum að spyrja spurninga. Þetta snýst um vísindi og þjóðaröryggi. Ef Bandaríkin eru ekki í forystu um að afla svara við þessum spurningum þá gera aðrir það.“

En þrátt fyrir að verkefninu hafi opinberlega verið hætt þá er það nú ekki alveg raunin að sögn Luis Elizondo fyrrum stjórnanda verkefnisins. Hann segir að mál sem þessi séu enn rannsökuð. Hann hætti störfum í október á síðasta ári en annar maður var skipaður í stöðu hans þegar hann hætti. Elizondo segir að eftir að verkefnið hvarf úr fjárlögum 2012 hafi hann haldið áfram að vinna að rannsóknum af þessu tagi í samstarfi við flotann og CIA.

Harry Reid segir að það sé sjaldgæft að æðstu stjórnendur hersins frétti af upplifunum flugmanna og hermanna af fljúgandi furðuhlutum því þeir séu hræddir um að verða að athlægi og skýri því ekki frá því sem þeir sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi