Steingrímur biðst afsökunar: „Óásættanlegt orðaval af minni hálfu“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Steingrímur J. Sigfússon oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs biðst afsökunar á því að hafa kallað Sjálfstæðisflokkinn fatlaðan, segir hann það að sjálfsögðu óviðeigandi og óásættanlegt orðaval. Líkt og DV greindi frá í kvöld þá lét Steingrímur ummælin falla á pallborðsfundi með nemendum Menntaskólans á Akureyri.

Baðst hann afsökunar á ummælum sínum á fundinum og vill hann ítreka afsökunarbeiðni sína, segir hann að honum hafi orðið á: „Það er að sjálfsögðu óviðeigandi og óásættanlegt orðaval af minni hálfu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.