fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Yfir hundrað manns fengu uppsagnarbréf

Actavis á Íslandi búið að segja upp fyrsta hópnum vegna lokunar lyfjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2016 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 106 starfsmenn í lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi fengu send uppsagnarbréf í vikunni og taka uppsagnirnar gildi um áramótin. Um 150 starfsmönnum til viðbótar verður sagt upp á næstu mánuðum. Áfram stendur til að loka lyfjaverksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði í hagræðingarskyni næsta sumar, eins og tilkynnt var í júní 2015.

„Þetta lokunarferli er að byrja núna en starfsfólkinu hafði verið tilkynnt að því yrði sagt upp fyrir næsta sumar. Þetta eru starfsmenn í verksmiðjunni og uppsagnirnar miða við uppsagnarfrest hvers og eins. Svo var reynt að hliðra til ef einhver var búinn að finna vinnu og einhver vilji halda áfram í tiltekinn tíma,“ segir í svari Actavis til DV.

Þurfa ekki að mæta

Samkvæmt upplýsingum frá Actavis fengu starfsmennirnir sem sagt var upp nú í vikunni greiddan uppsagnarfrest, til samræmis við gildandi ráðningarsamning, án þess að til vinnuframlags þeirra kæmi.

Stjórnendur Actavis tilkynntu í lok júní 2015 um ákvörðun um að færa framleiðslu lyfjaverksmiðju fyrirtækisins á Íslandi til annarra framleiðslueininga samstæðunnar. Fyrstu skref að flutningunum yrðu stigin í lok þessa árs en um 300 manns unnu við lyfjaframleiðslu Actavis þegar tilkynningin var send út. Önnur starfsemi Actavis hér á landi myndi haldast óbreytt. Fyrirtækið hafði þá sameinast bandaríska lyfjaframleiðandanum Allergan og störfuðu þá alls 700 manns hjá Actavis á Íslandi. Sameinað fyrirtæki myndaði eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum heims en samheitalyfjahluti þess, eða allur rekstur Actavis á Íslandi, endaði svo í höndum ísraelska lyfjafyrirtækisins Teva í ágúst 2016.

Allt eftir áætlun

Starfsemin á Íslandi hefur haldið Actavis-nafninu þrátt fyrir sameininguna við Allergan og síðar kaup Teva á starfseminni. Íslenskt dótturfélag Teva, Medis, sem selur lyf og lyfjahugvit til annarra lyfjafyrirtækja, rekur einnig höfuðstöðvar í Hafnarfirði. Áform stjórnenda Teva gera ráð fyrir að önnur starfsemi Actavis en sú sem tengist lyfjaverksmiðjunni haldi áfram.

„Upphaflega var þetta tilkynnt fyrir einu og hálfu ári síðan að þetta væri í vændum. Við héldum starfsmönnum upplýstum allan tímann með það og hvenær uppsagnir tækju gildi. Það er að byrja núna þetta lokunarferli. Upphaflega var þeim tilkynnt að þeim yrði sagt upp fyrir næsta sumar og svo þegar við fórum að sjá verkefnastöðuna betur, í september, var þessi ákvörðun um uppsagnir í desember tekin. Þetta er allt í samræmi við upphaflegar áætlanir,“ segir í svari Actavis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum