fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður

„Þungbært að vera borin sökum algerlega að tilefnislausu“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. desember 2016 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Settur héraðssaksóknari hefur fellt niður mál er varðar aðkomu mína að máli lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tveggja annarra aðila á meðan ég gegndi stöðu yfirlögfræðings hjá lögreglunni á Suðurnesjum.“

Málinu vísað frá

Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sendi frá sér seint í gærkvöldi en mál sem lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson og starfsmaður NOVA höfðuðu gegn henni vegna LÖKE málsins svokallaða var vísað frá í gær.

Forsaga málsins er sú að Gunnar var kærður fyrir að fletta upp fjölda kvenna í fyrrnefndu kerfi.

Hann var sakaður um að hafa dreift upplýsingunum um konur til félaga sinna. Fallið var frá þeim ákærulið. Gunnar var dæmdur í Hæstarétti fyrir trúnaðarbrot með því að hafa sent tölvuskeyti á Facebook til annars einstaklings með upplýsingum sem leynt áttu að fara.

Niðurstaðan afdráttarlaus

Alda Hrönn greinir frá því í yfirlýsingunni að settur héraðssaksóknari hafi komist að því að ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem styðji þær ásakanir sem á hana voru bornar hafi verið tilefni rannsóknarinnar.

Þá segir hún að niðurstaða setts héraðssaksóknara hafi verið afdráttarlaus en þar segi meðal annars;

„Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekkert sem bendir til þess að kærða hafi í heimildarleysi rannsakað málið, aflað upplýsinga, dreift nektarmyndum eða borið rangar sakargiftir á kærendur. Enn fremur hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem færa rök að því að kærða hafi veitt fjölmiðlum upplýsingar sem leynt áttu að fara, eða dreift þeim með ólögmætum hætti, líkt og haldið er fram í kæru. Þvert á móti verður að líta svo á að aðkoma kærðu að málinu hafi verið í samræmi við munnleg fyrirmæli ríkissaksóknara, eins og upplýsingar um þau fyrirmæli liggja fyrir.[…]“

Jafnframt segir í niðurstöðu setts héraðssaksóknara;

„Að mati setts héraðssaksóknara hefur því ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til þess að kærða, Alda Hrönn, hafi gerst sek um brot á ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996, ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eða annarra ákvæða sérrefsilaga eða almennra hegningarlaga sem vísað er til í kærum.“

Fráleitar ásakanir

Alda Hrönn segir að það hafi verið afar þungbært að hafa verið borin sökum algerlega að tilefnislausu í kæru, í fjölmiðlum og þurfa að sæta því að vera leyst frá störfum fyrir það eitt að vinna starf sitt lögum samkvæmt og af fyllstu fagmennsku.

„Það er gott að rannsókninni sé loksins lokið. Ég hef ávallt haldið fram sakleysi mínu af þeim fráleitu ásökunum sem á mig voru bornar og staðfestir niðurstaða setts héraðssaksóknara með ótvíræðum hætti að engin fótur var fyrir þeim.ˮ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“