fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjarni hafnaði viðræðum við Katrínu

VG vildu kanna hvort grundvöllur væri fyrir viðræðum – Bjarni vildi aðkomu Framsóknar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2016 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kannaði í gær hug Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, til viðræðna um hugsanlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tveggja, ásamt einhverjum þriðja flokki. Fyrir þessu hefur DV öruggar heimildir. Bjarni var hins vegar ekki tilbúinn til þess nema því aðeins að Framsóknarflokkurinn kæmi að borðinu sem þriðji flokkurinn. Það gátu Vinstri græn ekki fallist á og því varð ekkert af viðræðunum.

Eins og greint var frá í DV í morgun varð Katrínu það ljóst eftir viðræður við formenn flokkanna í gær að engar forsendur væru fyrir fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri. Upp úr viðræðum um slíka stjórn slitnaði í fyrradag þegar í ljós kom að Viðreisn hafði ekki sannfæringu til að halda þeim áfram. Katrín kannaði í gær til þrautar hvort mögulegt væri að fá Framsóknarflokkinn að borðinu í stað Viðreisnar en lenti á algjörum vegg hvað það varðaði. Bæði var Framsóknarflokkurinn ekki tilbúinn í slíkan leiðangur og einnig höfnðuu Píratar samstarfi við Framsóknarflokkinn.

Katrín átti samtal við Bjarna í gær þar sem hún velti upp möguleika á því að flokkarnir tveir myndu ræða möguleika á samstarfi, ásamt þriðja flokki. Horfði Katrín þar til annað hvort Samfylkingar eða Pírata. Bjarni mun hins vegar hafa hafnað þeim umleitunum Katrínar nema því aðeins að Framsóknarflokkurinn yrði þriðji aðilinn að mögulegri ríkisstjórn. Enginn vilji er hins vegar til þess innan Vinstri grænna að ganga til samstarfs við ríkisstjórnarflokkana tvo og reyndi því ekki viðræður milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Tók Katrín því ákvörðun um að skila stjórnarmyndunarumboðinu nú í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi