Fókus

Dagatal sem talar til þín: Vertu besta útgáfan af þér

Margrét þróaði „Tímalausa dagatalið“ út frá samskiptum við fjölbreyttan hóp fólks

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 09:05

Máttur orðanna er mikill og margir sækja sér styrk í heilræði og lífsvisku. Tímalausa dagatalið, sem Margrét Ágústa Guðmundsdóttir hefur þróað og hannað, geymir texta og skilaboð sem minna fólk með jákvæðum hætti á gildi lífsins sem vill oft gleymast í amstri dagsins.

Á dagatalinu eru aðeins vikudagar og því er dagatalið alltaf í gildi – enda er viskan í textunum tímalaus. Margrét hefur hins vegar líka hannað og þróað fallegt, hefðbundið borðdagatal fyrir 2018 sem nýtur mikilla vinsælda og hefur nú þegar annað upplag verið prentað. Bæði dagatölin eru til sölu á vefnum timalaustdagatal.wixsite.com/dagatal, í Fjarðarkaupum og A4.

Forsagan að gerð Tímalausa dagatalsins er merkileg og sýnir að lífspekin sem það miðlar kemur beint úr lífinu sjálfu. Við gefum Margréti orðið:

„Ég starfaði sem yfirmaður hjá Actavis í 15 ár þar sem ég kynntist fjölda fólks, ungu sem öldnu, með mismunandi lífsviðhorf. Þegar Actavis ákvað að loka fyrirtækinu hér á landi þá var það tilkynnt starfsfólkinu með eins og hálfs árs fyrirvara. Í kjölfarið varð ég meðvitaðari um margbreytileika fólksins í kringum mig og fór að grípa á lofti ýmsa punkta úr hversdagslífinu á vinnustaðnum. Dæmi: Starfsmaður átti erfitt með að gera upp hug sinn í ákveðnu máli. Þá varð til þetta spakmæli: „Treystu innsæi þínu.“ Alls konar svona litlar uppákomur gáfu af sér texta. Setningin „Stundum fara hlutirnir öðruvísi en við ætluðum,“ spratt líka upp úr samræðum á vinnustaðnum. Þetta eru líklega textar sem allir geta tengt við og tengist einhverju sem allir takast einhvern tíma á við í lífinu.“

Margrét ákvað að kveðja samstarfsfélagana með eftirminnilegum hætti og setti sér það markmið að ljúka við hönnun dagatalsins áður en fyrirtækið lokaði og færa þeim sem kveðjugjöf. „Frumgerð dagatalsins var tekið mjög vel og varð til þess að ég tók þetta verkefni yfir á næsta stig. Ég fór í Nýja tölvu- og viðskiptaskólann (NTV) og lauk námi í sölu-markaðs- og rekstrarnámi, þar sem dagatalið var lokaverkefnið mitt. Ég hannaði og markaðsetti það fyrir almennan markað og var svo heppin hjá NTV að njóta stuðnings góðra kennara og lenti í góðum hópi í lokaverkefninu þar sem allir sinntu þessu af áhuga og ástríðu,“ segir Margrét.

Tímalausa dagatalið prýðir fallegur bakgrunnur eftir listakonuna Oddný Stellu Nikulásdóttur en Margrét skrifaði textann og hannaði vöruna frá grunni. Einnig prýðir forsíðu dagatals 2018 mynd eftir listakonuna Oddný Stellu.

Tímalaust dagatal er núna á sérstöku kynningarverði, aðeins 3.990 kr. Tilvalið í jólapakkann eða sem falleg tækifærisgjöf.

Dagatölin verða til sölu á hinum árlega jóla- og góðgerðadegi á Álftanesi, laugardaginn 2. desember, í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi, frá kl. 12 til 16. Einnig verða þau seld í Jólaþorpinu í Hafnarfirði dagana 1.- 3. des og 9.-10. des.

Síðast en ekki síst eru dagatölin alltaf til sölu á timalaustdagatal.wixsite.com/dagatal. Nánari upplýsingar í síma 897-3140. Sjá einnig Facebook-síðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Dagatal sem talar til þín: Vertu besta útgáfan af þér

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Fyrir 4 klukkutímum síðan
Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Eitrun varð Kambi að bana: „Hann var eftirlitslaus í kannski tíu til fimmtán mínútur“

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum

Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Líf þitt breytist til batnaðar ef þú færð þér Alexu

Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

FókusFréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

Glæsileg íslensk hönnun frá Gilbert úrsmið: JS Watch co. Reykjavik

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …