Fókus

Áklæði og gluggatjöld fyrir heimili og fyrirtæki síðan 1944

Bólstrarinn, Langholtsvegi 82

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Föstudaginn 11 ágúst 2017 15:00

„Bólstrun er enn það sem allt snýst um hjá okkur. Bólstraðir hlutir eru alls staðar í umhverfinu, til dæmis á líkamsræktarstöðvum, hótelum og veitingahúsum, og að sjálfsögðu líka á heimilum. Við vinnum mikið fyrir veitingahús og hótel og höfum fundið sterklega fyrir uppganginum sem orðið hefur í ferðaþjónustunni.“

Þetta segir Hafsteinn Gunnarsson, eigandi Bólstrarans, sem er í senn gamalt og síungt fyrirtæki. Faðir Hafsteins, Gunnar V. Kristmannsson, stofnaði Bólstrarann árið 1944 og var fyrirtækið til húsa að Hverfisgötu 76 allt til ársins 2000, en þá var flutt í stærra húsnæði að Langholtsvegi 82, þar sem það er til húsa núna. Hafsteinn tók hins vegar við rekstrinum upp úr 1980. Auk bólstrunar flytur Bólstrarinn inn og selur efni.

„Við flytjum inn áklæði, gluggatjöld og veggfóður og stundum tengist sá innflutningur þeim stóru verkefnum sem við erum í. Arkitektar koma gjarnan í verslunina og velja fyrir sína viðskiptavini. Gluggatjöldin eru sérpöntuð í gegnum okkur, þau eru svo gríðarlega fjölbreytt að það er ekki hægt að halda gluggatjaldalager. Afgreiðslutíminn er hins vegar mjög stuttur,“ segir Hafsteinn en hann leggur áherslu á að flytja eingöngu inn mjög vandaðar vörur:

„Við erum með umboð fyrir mjög flott fyrirtæki í Evrópu, t.d. Romo Fabrics sem er orðið stærsta og flottasta fyrirtækið í svona fínum og dýrum textíl í heiminum. Þá má líka nefna Warwick Fabrics sem framleiðir geysilega fínt efni. Þetta fer oft saman, þ.e. húsgögn, áklæði, gluggatjöld og veggfóður eru gjarnan valin saman. Hótel þurfa síðan yfirleitt að láta veggfóðra hjá sér því þau fá ekki stjörnur án veggfóðurs.“

Þrátt fyrir umfangsmikil verkefni fyrir fyrirtæki er rúmlega helmingur viðskipta Bólstrarans enn við einstaklinga og heimili og er þetta svipuð samsetning starfseminnar og verið hefur frá upphafi hjá þessu gróna fyrirtæki.

„Grunnurinn er einstaklingar og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á þá. Sixtís-húsgögn hafa líka verið mjög vinsæl síðan um aldamótin,“ segir Hafsteinn en vinsælt er að láta bólstra húsgögn hönnuð á árunum frá 1955–1970, sem eru í hátísku í dag.

Það er gaman og gagnlegt fyrir þá sem vilja fegra heimili sín að koma í verslun Bólstrarans að Langholtsvegi 82 en hún er opin frá kl. 9 til 18 mánudaga til föstudaga. Síminn er 568-4545 og netfang er bolstrarinn@islandia.is. Nánari upplýsingar eru síðan á heimasíðunni bolstrarinn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
í gær
Áklæði og gluggatjöld fyrir heimili og fyrirtæki síðan 1944

Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

í gær
Ævintýraferð til Ísrael og Jórdaníu: Mögnuð saga við hvert fótmál

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

í gær
Pulp Fiction-húsið til sölu

Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

í gær
Sjáið agaðasta kött landsins – Pissar í klósettið að sjálfsdáðum

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Fréttir
í gær
Hvíldardagur í dós

Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Fókus
Fyrir 2 dögum síðan
Vilhelm selur lykil að himnaríki: „Ég varð skyggn  og náði sambandi við hina framliðnu“

Guðný léttist um 63 kíló: „Var alveg hætt að horfa framan í fólk því mér leið svo illa“

Mest lesið

Ekki missa af