fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024

Gunnar Smári: „Samfylkingin á ekkert erindi lengur inn í alvöru stéttabaráttu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson var um áratuga skeið einn þekktasti blaðamaður og ritstjóri landsins. Nú stendur hann í sporum sósíalistaleiðtogans og berst fyrir því að rödd alþýðunnar fái að heyrast í borgarmálunum. Lífsskoðanir hans hafa mótast af uppeldi í fátækt og alkóhólisma og hans eigin baráttu við kerfið og sjúkdóminn. Kristinn Haukur ræddi við Gunnar Smára um æskuna, stéttabaráttuna og hlutverk blaðamennskunnar.

Þetta er brot úr stóru viðtali úr helgarblaði DV

 

Ávarpa sama hóp og Útvarp Saga

Mikil vakning hefur átt sér stað innan verkalýðsfélaganna undanfarið ár eftir kjör Ragnars Þórs Ingólfssonar hjá VR og Sólveigar Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu. Hillir nú undir að Gylfa Arnbjörnssyni, sem hefur verið nánast sjálfkjörinn um langa hríð, verði steypt úr formannsstóli ASÍ í haust. Þetta hefur glatt bæði róttæka vinstrimenn á borð við sósíalistana en einnig hægrisinnaða popúlista. Mætti segja að þessir tveir hópar bítist um byltinguna.

„Það er rétt að báðir hópar berjast gegn því ástandi sem verið hefur. En ég veit ekki hvort gagnlegt sé að skilgreina þetta sem andstæðar fylkingar. Ég held að til þess þurfi fólk að ganga út frá flokkadráttum sem í raun tilheyra fallinni heimsmynd. Búsáhaldabyltingin var stærsta alþýðuuppreisn á Íslandi en því miður auðnaðist hvorki verkalýðshreyfingunni né vinstri flokkunum að styðja við kröfur hennar. Þessi fyrirbrigði höfðu fyrir löngu orðið klíkuvæðingu að bráð og gátu ekki skilið og brugðist við nýjum aðstæðum. Það var því fólk með annan bakgrunn sem tók upp baráttu fyrir almenning sem skuldara. Verkalýðshreyfingin varði fjármálakerfið og lífeyrissjóðina og það gerðu líka vinstri flokkarnir í ríkisstjórn.“

Helsta sökudólginn í klíkuvæðingu verkalýðshreyfingarinnar og vanhæfni hennar á að takast á við þarfir umbjóðenda sinna telur Smári vera Samfylkinguna og að minna leyti Vinstri græn. Leiðtogar sem sátu áratugum saman hafi svo til allir komið úr Samfylkingunni, eins og til dæmis Gylfi Arnbjörnsson.

„Það er mikill glæpur hjá þessu fólki að taka baráttutækin, hreyfinguna og flokkana, úr höndum fólksins sem er algjörlega háð því að lýðræðislegur vettvangur virki fyrir það. Að drepa niður alla virkni í verkalýðshreyfingunni til þess að gera hana að einhvers konar klappstýru fyrir umsókn um Evrópubandalagið, upptöku evru og öðrum áhugamálum elítunnar er voðaverk. Á sama tíma tók Samfylkingin arfleifð baráttusögu verkalýðshreyfingarinnar frá síðustu öld og flokkanna sem hún gat af sér og breytti sér í eins konar lífsstílsflokk fyrir hina menntuðu millistétt, flokk sem á í dag aðallega samleið með Viðreisn, Bjartri framtíð og slíkum viðrinisflokkum. Samfylkingin á ekkert erindi lengur inn í alvöru stéttabaráttu og er á engan hátt í stakk búin til að takast á við nýfrjálshyggjuna. Til þess skortir hana fólk innanborðs sem hefur upplifað á eigin skinni ranglæti samfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir auk dráttarvaxta
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Enn eitt stórliðið ekki með í tölvuleiknum vinsæla

Enn eitt stórliðið ekki með í tölvuleiknum vinsæla
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan

Sjáðu lið tímabilsins hjá Neville og Carragher – Eru sammála um sjö leikmenn en Carragher skilur stórt nafn eftir útundan