Svala Björgvinsdóttir og kærasti hennar Gauti Sigurðarsson fengu sér hvolp á dögunum.
Svala tilkynnti það á Instagram í gær, en glöggir fylgjendur söngkonunnar höfðu séð hvolpinn á Instagram Story síðan á föstudaginn síðastliðinn.
https://www.instagram.com/p/BuRU1FNFnmP/
https://www.instagram.com/p/BuRV5DogIMQ/
Hvolpurinn fékk nafnið Sósa og virðist vera af tegundinni pug.
„Við kynnum nýja loðbarnið okkar, Sósa. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ skrifaði Svala við myndina.
Við óskum Svölu og Gauta innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.