fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Sjáðu stillur úr nýjasta stórverki leikstjórans Quentin Tarantino

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níunda og nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, verður frumsýnd í sumar og er sögð vera hans stærsta til þessa. Tímaritið Vanity Fair tryggði sér einkabirtingu á glænýjum stillum úr myndinni og þeim ætlum við að sjálfsögðu að deila hér að neðan.

Myndin segir nokkrar bransasögur af lífi fræga fólksins í Los Angeles árið 1969. Sagt er að nálgunin verði með ekki ósvipuðu sniði Pulp Fiction að því leyti hvernig ólíkar sögur tvinnast saman. Á annan veg mun myndin að hluta til fjalla um morðið á leikkonunni Sharon Tate ásamt seinni ár leikarans Rick Dalton og sögur af sambandi hans við áhættuleikara sinn, Cliff Booth.

Myndin notast við margar sannar bransasögur og ýktar af tímum í Hollywood þegar iðnaðurinn tók við miklum stakkaskiptum. Dalton og Booth eru annars vegar skáldaðar persónur.

Tarantino hefur áður sagt að hann ætli ekki að gera fleiri kvikmyndir þegar hann hefur náð tíu. Því má segja að ríkir mikil eftirvænting fyrir þeirri næstsíðustu, sem er frumsýnd í byrjun ágúst 2019 – en á því ári verða liðin 50 ár frá Manson-morðunum.

Með hlutverk í myndinni fara (og dragið andann djúpt) Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Timothy Olyphant, Margot Robbie, Al Pacino, Bruce Dern, Kurt Russell, Dakota Fanning, Emile Hirsch, Tim Roth, Michael Madsen, Damian Lewis, Zoë Bell, Clifton Collins Jr., Scoot McNairy, Rumer (dóttir Bruce) Willis og Luke Perry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi