fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Naomi Campbell andlit snyrtivörumerkis í fyrsta sinn 48 ára gömul

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naomi Campbell hefur verið ein af vinsælustu og launahæstu fyrirsætum heims í 33 ár, eða frá því hún var uppgötvuð 15 ára gömul.

Hún hefur gengið tískupallana í flíkum eftir eftirsóttustu fatahönnuði heims, setið fyrir á óteljandi forsíðum glanstímarita, leikið í tónlistarmyndböndum og sett 16 ilmvötn í eigin nafni á markað, svo fátt ei sé talið, en hún hefur aldrei verið andlit snyrtivörumerkis. Það er þar til núna, en Campbell er andlit NARS, franska snyrtivöruframleiðandans, en hún og François Nars, stofnandi merkisins, hafa verið vinir til fjölda ára.

https://www.instagram.com/p/BrlOAknn0-9/

„Það er mikill heiður fyrir mig að vera andlit NARS, merkis sem ég hef átt gott samband við í öll þessi ár. Við François erum eins og fjölskylda,“ segir Naomi í samtali við breska Vogue.

„Naomi er lifandi goðsögn og hefur sterkan persónuleika fyrir framan myndavélarlinsuna. Ég hef þekkt hana frá því hún byrjaði í bransanum og við erum eins og fjölskylda. Ég dáist af henni, fegurð hennar og stíl.“ segir François Nars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu